Heim flag

Latabæjarhlaup

lazybordi

Latabæjarhlaupið er ætlað börnum 8 ára og yngri en foreldrar og forráðamenn geta hlaupið með börnunum. Hlaupið fer fram í Hljómskálagarðinum laugardaginn 22. ágúst 2015. Hlaupið hefst í Bjarkargötu og endar í Sóleyjargötu.

Rafræn skráning í Latabæjarhlaupð hófst í janúar og lýkur fimmtudaginn 20. ágúst 2015 kl. 13:00. Smelltu hér til að skrá barn til þátttöku. Einnig verður hægt að skrá börn í hlaupið á skráningarhátíðinni í Laugardalshöll en athugið að þá er þátttökugjaldið dýrara. Smelltu hér til að skoða verðskrána.

Aldursskipting

Skipt er í tvo hópa eftir aldri: 6-8 ára sem hlaupa 1,3 km og 5 ára og yngri sem hlaupa 550 m. Sjá nánar á korti neðst á síðu.

Allir sem eru með kerrur og vagna meðferðis skulu fara aftast í hverjum ráshópi. Æskilegt er að einn fullorðinn fylgi hverju barni sem er 6 ára eða yngra. Systkini geta hlaupið saman hentuga vegalengd.

Þátttökugjald

Þátttökugjöld í Latabæjarhlaupið 2015 má finna hér

Innifalið í þátttökugjaldinu er m.a. Latabæjarbolur sem verður afhentur með hlaupagögnum á skráningarhátið í Laugardalshöll.

Öll börn fá spjald til að festa framan á bolinn sinn með nælum með hlaupagögnunum. Litur spjaldsins segir til um hvaða leið barnið hleypur (fer eftir aldri). Börnin geta skrifað nafnið sitt, uppáhaldsnúmerið eða teiknað mynd á spjaldið.

Allir þátttakendur verða að vera í bol sem þeir fá afhendan í Laugardalshöll til að fá verðlaunapening að hlaupi loknu.

Foreldrar sem fylgja börnum í Latabæjarhlaupinu eru ekki skráðir og þurfa ekki að greiða þátttökugjald. Veittur er fjölskylduafsláttur ef foreldri/forráðamaður hleypur í Reykjavíkurmaraþoni og tvö eða fleiri börn. Sjá nánar í verðskrá Reykjavíkurmaraþons.

Skráningarhátíð

Skráningarhátið Latabæjarhlaupsins fer fram í Laugardalshöll. Á skráningarhátíðinni geta forskráðir þátttakendur nálgast hlaupagögn sín og þeir sem eiga eftir að skrá sig geta einnig gert það á staðnum.

Hlaupið

Í rásmarki verða afmörkuð svæði fyrir hvern ráshóp. Vinsamlega komið að rásmarki í Bjarkargötu að sunnanverðu (næst Hringbraut). Mikilvægt er að allir hlýði fyrirmælum starfsmanna um hvar sé hægt að koma sér fyrir.

Athugið að vegna mikils fjölda þátttakenda og til að gefa börnunum tækifæri til að hlaupa, er æskilegt að aðeins einn fullorðinn fylgi hverju barni í hlaupinu sjálfu.

Í endamarki verður mikill fjöldi. Því er mikilvægt að forráðamenn sem ekki hlaupa með, bíði við enda marksvæðis en fari ekki inn á svæðið sjálft. Við endamark verður tjald þar sem börn sem ekki finna foreldra sína bíða. 

Vinsamlega geymið myndatöku þar til komið er útaf marksvæðinu.

Fjölmenni

Gera má ráð fyrir að á bilinu 8-12 þúsund manns séu á svæðinu á meðan hlaupið fer fram.

Til að fyrirbyggja að börn og foreldrar verði viðskila í þessu mikla fjölmenni eru foreldrar beðnir að merkja armband barna sinna (sem allir þátttakendur fá úthlutað með hlaupagögnum) og ákveða með þeim stefnumótastað. Í upplýsingatjaldi nálægt sviði verður hægt að leita barna sem hafa orðið viðskila við sitt fólk.

Bílastæði eru við Háskóla Íslands og þaðan er auðvelt að komast yfir í Hljómskálagarðinn á göngubrú við Njarðargötu. Svo er líka tilvalið að taka strætó.

Dagskrá Latabæjarhlaups 2015 

13:15 - Upphitun við rásmark
13:20 - Blá leið (6-8 ára) - ræst í 1,3 km hlaup
13:30 - Upphitun við rásmark
13:35 - Gul leið (5 ára og yngri) - ræst í 550 m hlaup
Ræst verður í fjórum hópum eftir röð í Bjarkargötu. Vinsamlega komið í röðina við suðurenda götunnar, næst Hringbraut.

Skemmtidagskrá verður á sviði í suðurenda Hljómskálagarðsins að hlaupi loknu.


Smelltu hér til að skoða leiðbeiningabækling fyrir foreldra með nánari mynd af upphafi og enda hlaupsins og hér til þess að sjá allar vegalengdir í Latabæjarhlaupinu og Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í google maps.

Lazytown marathon hlaupaleidir 2015

 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.