Heim flag

5 km

Í Miðnæturhlaupi Suzuki 5 km hlaupið jafnan vinsælasta vegalengdin enda hentar hún öllum aldurshópum.

Þátttakendur

5 km hlaupið er vegalengd fyrir fólk á öllum aldri og er ekkert aldurstakmark.

Skráning 

Skráning í 5 km hlaupið fer fram á vef Reykjavíkurmaraþons, marathon.is, en einnig er hægt að skrá sig á hlaupdag í Laugardalshöllinni. Athugið þó að verð hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um skráningu í Miðnæturhlaup Suzuki og hér til að skoða verðskrá. 

Leiðin

Hlaupin er skemmtileg leið í kringum Laugardalinn sem hefst og endar í dalnum miðjum. Laugardalurinn er í fullum blóma á þessum árstíma og því hrein unun að hlaupa þar um. Leið hlaupara liggur framhjá mörgum merkum íþróttamannvirkjum og má þar nefna Laugardalshöllinni, þjóðarleikvangi okkar, Laugardalsvöll, og auðvitað Laugardalslaugina sem þátttendum stendur til boða að stinga sér í að loknu hlaupi. Að mestu er farið eftir stígum í 5 km hlaupinu en einnig er hlaupið á götum. 

Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Smelltu hér til að skoða kort af leiðinni. 

Drykkjarstöðvar

Þátttakendur í 5 km hlaupi munu geta svalað þorstanum þegar komið er í mark, en CCEP býður þátttakendum Powerade drykki og vatn. 

 

Salernisaðstaða

Þátttakendur í Miðnæturhlaupi Suzuki geta komist á salerni í Laugardalshöll en einnig eru færanleg salerni/kamrar á marksvæði fyrir aftan Skautahöllina.

 

Verðlaun 

Í skráningarferlinu hafa þátttakendur í Miðnæturhlaupi Suzuki val um hvort þeir vilja fá afhendan verðlaunapening þegar þeir koma í mark eða ekki. Öllum stendur því til boða að fá verðlaun. Í 5 km hlaupi verða veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti karla og kvenna auk þess sem verðlaun verða veitt fyrir 1. sæti karla og kvenna í aldursflokkum. Smelltu hér til að kynna þér nánar hvaða verðlaun eru í boði í Miðnæturhlaupi Suzuki.

Tímataka

Tímataka er í 5 km hlaupinu og til að fá skráðan tíma þurfa þátttakendur að hafa tímatökuflögu fasta í skóreimum sínum. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um tímatöku.

Sendu okkur póst á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  ef þig vantar nánari upplýsingar um 5 km hlaupið í Miðnæturhlaupi Suzuki.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar.