Heim flag

Rútuferðir 2018

Þátttakendum í Laugavegshlaupinu stendur til boða að taka rútu á vegum skipuleggjenda frá Reykjavík að upphafspunkti hlaupsins í Landmannalaugum og til baka til Reykjavíkur frá Þórsmörk. Ekki er mögulegt að kaupa aðeins aðra leiðina því sömu rútur eru notaðar báðar leiðir. Rútupantanir munu síðan fara fram á "Mínar síður", þær hefjast um miðjan júní og lýkur 1.júlí.

Rútugjald

Hlauparar – Rvk- Landmannalaugar og Húsadalur-Rvk 13.500 kr
Aðrir – Rvk-Landmannalaugar-Húsadalur-Rvk 20.700 kr
Aðrir – Rvk-Húsadalur og Húsadalur-Rvk 14.000 kr

Greiða þarf rútugjaldið við afhendingu gagna 12.-13.júlí.

Rútupantanir

Rútupantanir fara fram á "Mínar síður" og fá hlauparar póst þegar hægt er að byrja að panta. Síðasti dagur til að bóka í rútu er sunnudagur 1.júlí.

Þátttakendur þurfa að láta vita með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þeir vilja gera breytingar á einhverjum af pöntuðu rútumiðunum sínum. Með breytingum er átt við ef þeir t.d. vilja fara fyrr í Landmannalaugar eða fara seinna úr Þórsmörk. Ef óskað er eftir breytingum verður rútumiðanum breytt í rútumiða sem hægt er að nota í almenna rútuáætlun Kynnisferða. Rútuáætlun Kynnisferða má finna hér.

Frá Reykjavík

Rútur í Landmannalaugar fara af stað frá Skautahöllinni í Laugardal, Múlavegi 1, 104 Reykjavík og er brottför kl. 04:30 á hlaupdag þann 14. júlí. Hægt er að koma uppí rútuna á Selfossi kl. 5:00 og í Hrauneyjum kl. 7:15. Rúturnar koma á svipuðum tíma inn í Landmannalaugar. Athugið að ekki er mikill tími frá því að rútur koma í Landmannalaugar og þar til hlaupið hefst enda engin aðstaða þar fyrir hlaupara og mikilvægt að allir séu komnir í hlaupafötin í rútunni. Sjá nánar hér.

Frá Húsadal til Reykjavíkur

Laugardagur: Áætlað er að fyrsta rúta fari úr Húsadal kl.18 og sú síðasta kl.20. Þau sem hafa keypt far með rútu hlaupsins verða með sérmerkt armband og þurfa að mæta á bílastæðið milli kl.18 og 20. Rúturnar fara af stað um leið og þær fyllast.

Sunnudagur: Þeir sem ætla í rútu á sunnudegi þurfa að bóka það sérstaklega í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og sækja sérstakan miða við afhendingu gagna 12.-13. júlí. Farið verður með áætlunarbílum Kynnisferða til Reykjavíkur. Brottför er kl. 8:50, kl.11:50, kl.14:50, kl. 17:50 og kl.20:50 frá Húsadal. Sjá nánar á vef Kynnisferða.

Aðstandendur

Hlauparar sem vilja hafa aðstandendur með sér í rútu hlaupsins geta pantað miða fyrir þá í gegnum "Mínar síður". Athugið að það er hagstæðara fyrir aðstandendur að kaupa miða hjá Reykjavik Excursions. Þar er hægt að kaupa stakar ferðir auk þess sem börn 11 ára og yngri fá frítt og unglingar 12-15 ára 50% afslátt. Smellið hér til að skoða og bóka ferðir með Reykjavik Excursions.

Ekki er mælt með því að aðstandendur fari með hlaupurum inní Landmannalaugar á hlaupdegi því rútuferðin er löng og á leiðinlegum vegum. Aðstandendur sem fara með hlaupurum í Landmannalaugar, þaðan í Þórsmörk og svo til Reykjavíkur að hlaupi loknu þurfa samtals að sitja í rútu í 11 klukkustundir. Frekar er mælt með því að aðstandendur hitti sína hlaupara í Húsadal og taki því rútu frá Umferðamiðstöðinni (BSÍ) kl.8 á hlaupdag sem fer beint í Þórsmörk eða að þeir nýti sér ferðir yfir Krossá eða frá Hvolsvelli sem bent er á hér fyrir neðan.

Greiða þarf rútugjaldið fyrir bæði hlaupara og aðstandendur við afhendingu gagna 12.-13.júlí.

Ferðir yfir Krossá

Rúta á vegum Kynnisferða býður uppá ferðir yfir Krossá í tengslum við Laugavegshlaupið. Rútan fer frá afleggjaranum í Húsadal laugardaginn 14.júli á hálftíma fresti milli kl.12:00 og 15:00. Að hlaupi loknu fer rútan til baka kl. 17:30 og 18:00. Gjaldið er 1.000 kr. fyrir ferð, 500 kr fyrir 12-15 ára en frítt fyrir 11 ára og yngri (fædd 2006). Ekki þarf að bóka í þessar ferðir fyrirfram og er gjaldið greitt á staðnum.

Ferðir frá Hvolsvelli

Hægt er að kaupa rútuferðir frá Hvolsvelli inn í Húsadal og til baka hjá Kynnisferðum. Slíkar ferðir gætu hentað áhorfendum sem ekki treysta sér eða sínu farartæki til að keyra malarveginn inn í Þórsmörk. Tímasetningar á ferðum Kynnisferða til og frá Þórsmörk og verð má finna hér á vef Kynnisferða.

Rútudagskrá
(tímasetningar geta breyst lítillega þegar nær dregur hlaupi eða vegna seinkana)

04:30 Rúta hlaupsins fer frá Skautahöllinni (Skautahöllin í Laugardal, Múlavegi 1, 104 Reykjavik)
05:00 Hópur sóttur á N1 Selfossi - Eingöngu þátttakendur sem hafa bókað frá Selfossi á "mínum síðum"
06:45 Morgunverðar stopp í Hrauneyjum
07:15 Lagt af stað frá Hrauneyjum
08:30 Komið að rásmarki í Landmannalaugum
09:00 Hlaupið byrjar
18:00 Fyrsta rútan á leið frá Húsadal, Þórsmörk til Reykjavíkur fer af stað
20:00 Síðasta rútan á leið frá Húsadal, Þórsmörk til Reykjavíkur fer af stað
21:00 Fyrsta rútan kemur til Reykjavíkur
23:00 Síðasta rútan kemur til Reykjavíkur

2015-andri-rutur

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.