Heim flag

Matur 2017

Í þátttökugjaldi er innifalin næring á drykkjarstöðvum, sjá hér, ásamt því sem þátttakendur geta strax eftir hlaup fengið sér ávexti, orkudrykk, súkkulaði og vatn. Annar matur er ekki innifalinn í þátttökugjaldi. Þátttakendum stendur til boða að panta bæði morgunmat í Hrauneyjum og heita máltíð í Þórsmörk að hlaupi loknu fyrir sig og aðstandendur sína. Þátttakendur sjá um að panta og þurfa að gera það á „Mínar síður" eigi síðar en sunnudaginn 2.júlí. 

Morgunmatur

Á leiðinni frá Reykjavík til Landmannalauga verður gert 30 mínútna morgunverðarstopp. Morgunmatur er fyrir þá sem hafa pantað og greitt fyrir morgunverð. Um er að ræða morgunverðarhlaðborð með brauði, áleggi, djús, kaffi, te o.fl. Verð á mann er 1.300 kr. Greitt skal fyrir morgunmat við afhendingu gagna 13.-14. júlí. Framvísa þarf miða fyrir morgunverð í Hrauneyjum.


Heitur matur í Þórsmörk

Volcano Huts er staðahaldari í Húsadal og rekur þar alla aðstöðu. Allir þátttakendur fá tilboð um að kaupa mat á sérstöku verði fyrir sjálfan sig og aðstandendur og fá matinn gegn framvísun matarmiða eða þátttökuarmbands. Það verður kjúklingur, lambakjöt og meðlæti á boðstólnum. Einnig hægt að óska eftir grænmetislasagna fyrir grænmetisætur.

Drykkir með máltíðinni eru, eins og í hlaupinu öllu, í boði Vífilfells. Tjöld á vegum hlaupsins eru fyrir hlaupara til að m.a. borða í. Þeir sem að ætla að borða með aðstandendum er bent á að borða inni í húsi Volcano Huts.

Verð fyrir máltíð er 3.200 kr. ef matur er pantaður í forsölu og skal greiða fyrir hann við afhendingu gagna 13.-14. júlí. Einnig verður hægt að kaupa mat í Þórsmörk og greiða þar en þá er verðið hærra. 50% afsláttur er af mat fyrir 14 ára og yngri ef greitt er á staðnum. Ekki er veittur barnaafsláttur af forsöluverði. Vinsamlega sýnið matarmiða eða þátttökuarmbandið þegar þið fáið ykkur mat.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.