Heim flag

Hlaupapunktar

i-tra

Laugavegshlaupið er meðlimur í samtökum alþjóðlegu utanvegahlaupasamtakanna, International Trailrunning Association (ITRA). Samkvæmt mælikvarða ITRA gefur Laugavegshlaupið 1 punkt á gamla skalanum og 3 punkta á nýja skalanum. 

Hægt er að nota punktana til að komast inní önnur hlaup þar sem kröfur eru gerðar um ákveðna reynslu eins og t.d. hið fræga Ultra-trail Du Mont-Blanc hlaup (UTMB). Hægt er að velja um hlaupaleiðir frá 100-300 km í Mont-Blanc hlaupinu og þarf 2-7 punkta (á gamla skalanum) til að komast inn. Nánari upplýsingar um Ultra-trail Du Mont-Blanc má finna hér.

UTMB CourseQualificative 2016 FR

 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.