Heim flag

Verðlaun 2019

Hér að neðan má sjá þau verðlaun sem veitt verði að loknu Miðnæturhlaupi Suzuki 2019. 

Þátttökuverðlaun

verdlaunapeningurÍ skráningarferlinu getur þú valið um að fá afhendan verðlaunapening þegar þú kemur í mark eða að sleppa því. Sé verðlaunapening í marki sleppt lækkar þátttökugjald um 500 kr. Smelltu hér til að skoða verðskrá hlaupsins.
 
 
Verðlaunasæti
 
Fyrstu þrír karlar og fyrstu þrjár konur í hálfu maraþoni, 10 km hlaupi og 5 km hlaupi fá eftirfarandi verðlaun sem afhent eru á marksvæðinu í Laugardalnum:
  • Verðlaunapening 
  • Suzuki glaðning
  • GÁP gjafabréf
  • Gjafabréf í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur

Verðlaunafé - hálft maraþon

Fyrstu þrír karlar og fyrstu þrjár konur í hálfu maraþoni fá verðlaunafé.

1.sæti - 50.000 kr.
2.sæti - 30.000 kr.
3.sæti - 20.000 kr.

Aldursflokkaverðlaun

Verðlaunapeningur verður veittur fyrir 1. sæti karla og kvenna í öllum aldursflokkum í hálfu maraþoni, 10 km hlaupi og 5 km hlaupi.

Útdráttarverðlaun 

Einnig verða dregin út gjafabréf frá Powerade og afhent á marksvæðinu.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar.