Heim flag

Verðlaun 2017

Hér að neðan má sjá þau verðlaun sem veitt verði að loknu Miðnæturhlaupi Suzuki 2017. 

Þátttökuverðlaun

verdlaunapeningurÍ skráningarferlinu getur þú valið um að fá afhendan verðlaunapening þegar þú kemur í mark eða að sleppa því. Sé verðlaunapening í marki sleppt lækkar þátttökugjald um 500 kr. Smelltu hér til að skoða verðskrá hlaupsins.
 
 
Verðlaunasæti
 
Fyrstu þrír karlar og fyrstu þrjár konur í hálfu maraþoni, 10 km hlaupi og 5 km hlaupi fá eftirfarandi verðlaun sem afhent eru á marksvæðinu í Laugardalnum:
  • Verðlaunapening 
  • Suzuki handklæði
  • GÁP gjafabréf
  • Gjafabréf í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur

Verðlaunafé - hálft maraþon

Fyrstu þrír karlar og fyrstu þrjár konur í hálfu maraþoni fá verðlaunafé.

1.sæti - 50.000 kr.
2.sæti - 30.000 kr.
3.sæti - 20.000 kr.

WOW air

Fyrsti karl og fyrsta kona í hálfu maraþoni fá 25.000 kr gjafabréf í flug með WOW air.

Aldursflokkaverðlaun

Verðlaunapeningur verður veittur fyrir 1. sæti karla og kvenna í öllum aldursflokkum í hálfu maraþoni, 10 km hlaupi og 5 km hlaupi.

Útdráttarverðlaun

Dregin verða út gjafabréf frá Powerade og afhent á marksvæðinu.
 

Líkamsrækt

Öllum þátttakendum í Miðnæturhlaupi Suzuki 2017 er boðið frítt í líkamsrækt í Laugardalnum.

Hreyfing Heilsulind - vikupassi í líkamsrækt

Hreyfing Heilsulind, Álfheimum 74, býður öllum hlaupurum í Miðnæturhlaupi Suzuki 2017 vikukort í líkamsrækt. Þetta boð gildir út ágúst og það eina sem þarf að gera er að skila inn númerinu úr hlaupinu í móttöku Hreyfingar í skiptum fyrir kortið.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.