Heim flag

Tímataka

Flögutímataka með tækjum frá Mylaps er í öllum þremur vegalengdum hlaupsins. floguleidbeiningar

Festa þarf tímatökuflöguna við skóinn svo að tíminn skráist. Engin flaga = enginn tími.

Mylaps tímatökumottur eru bæði í upphafi og enda hlaups og því fá hlauparar bæði sinn persónulega tíma (flögutíma) og byssutíma. Byssutími gildir til úrslita í hlaupinu eins og alþjóðlegar reglur um lögleg götuhlaup segja til um.

Mikilvægt er að skila tímatökuflögunni þegar komið er í mark til starfsmanna hlaupsins. Athugið að tímatökuflagan gildir eingöngu í þetta ákveðna hlaup og hefur hver þátttakandi hana til leigu. Flagan hefur verið skráð á nafn þátttakanda og getur hann fengið bakreikning ef flögu er ekki skilað til starfsmanna.

Hlaupnúmer og tímatökuflaga eru skráð á ákveðinn þátttakanda og gildir eingöngu fyrir þann einstakling. Frávik frá því ógildir tímatöku. 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.