Heim flag

Miðnætursund

Eftir Miðnæturhlaupið er öllum þátttakendum boðið frítt í Laugardalslaugina. En hvað er betra en að svamla í lauginni eða slaka á í pottinum eftir gott hlaup undir miðnætursólinni? 

Hleypt verður ofan í laugina til kl.00:30 og allir þurfa að fara uppúr eigi síðar en kl.01:00. 

Framvísa þarf sundmiða sem hlauparar fá afhentan með hlaupagögnum til að fá aðgang að lauginni. 

sundlaug

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.