Heim flag

Drykkjarstöðvar

Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru í heildina fjórar drykkjarstöðvar og eru þær staðsettar á um það bil 5 km fresti. Á öllum drykkjarstöðvunum verður í boði Powerade og vatn. 

Fyrsta drykkjarstöðin er upp við stíflu í Elliðaárdal eftir um það bil 5 km. Þessi drykkjarstöð er bæði fyrir þátttakendur í hálfmaraþoni og 10 km hlaupi.

Eftir um það bil 10 km í hálfmaraþoninu er drykkjarstöð við Morgunblaðshöllina við Rauðavatn. Á þessari drykkjarstöð verða í boði bananar auk fyrrnefndra drykkja.

Í bryggjuhverfinu við Gullinbrú þegar þátttakendur í hálfmaraþoni hafa hlaupið um það bil 15 km er drykkjarstöð.

Að lokum er drykkjarstöð í markinu þar sem þátttakendur allra vegalengda geta svalað þorstanum og fengið sér banana.

mhs drykkur

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.