Skráningarhátíð 2018
Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2018 fer fram í Laugardalshöll. Á hátíðinni fá allir þátttakendur afhent hlaupagögn. Meðal annars þátttökunúmer og tímatökuflögu til að festa á skóreimarnar. Einnig verður hægt að skrá sig á skráningarhátíðinni.
Opnunartímar
Fimmtudagur 16.ágúst kl.15-20
Föstudagur 17.ágúst kl.14-19
Mjög gott aðgengi er að húsinu og nóg af bílastæðum. Við Laugardalshöll eru 420 bílastæði og í næsta nágrenni þ.e. við Skautahöllina eru 220 stæði. Einnig eru 600 stæði við Laugardalsvöll sem er stutt frá auk þess sem margir strætisvagnar stoppa í nágrenninu.
Gengið er inn um inngang A í Laugardalshöll og fer afhending hlaupagagna fram í frjálsíþróttahúsinu.
Fit and Run 2018
Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er hluti af stórsýningunni FIT & RUN 2018. Sýningin er fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er lögð á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, almenna hreyfingu, heilsufæði, fatnað, skóbúnað og aðrar stuðningsvörur hlauparans, ásamt skemmtilegum uppákomum. Á heimasíðu sýningarinnar má finna nánari upplýsingar um sýnendur og dagskrá.