Heim flag

Gjafabréf

Gjafabréf Reykjavíkurmaraþons er hægt að kaupa hér.

Hér er hægt að skoða stöðu gjafabréfs, þ.e. hversu mikil inneign er á bréfinu.

Skilmálar gjafabréfs Reykjavíkurmaraþons

 1. Gjafabréfið gildir sem greiðsla og er notað við skráningu í Miðnæturhlaup Suzuki, Laugavegshlaup og/eða Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.
 2. Gjafbréfið gildir í fjögur ár frá útgáfudegi.
 3. Sé virði gjafabréfsins hærra en þátttökugjaldið er hægt að nýta það síðar, innan gildistímans.
 4. Ef þátttökugjaldið er hærra en gjafabréfið greiðist mismunurinn með greiðslukorti.
 5. Eingöngu þátttakendur sem eru með íslenska kennitölu geta nýtt gjafabréfið upp í greiðslu þátttökugjalds.
 6. Ekki er hægt að fá gjafabréf endurgreidd.

Leiðbeiningar um notkun gjafabréfs við skráningu

Kaupa gjafabréf

Við kaup á gjafabréfi þarf að skrá kennitölu og netfang kaupanda. Velja þarf upphæð og fjölda gjafabréfa. Í boði er að greiða með greiðslukorti (kredit eða debit). Jafnframt býðst val um að kaupa fleiri gjafabréf, t.d. með annarri upphæð, áður en greiðsla fer fram.

Eftir að greiðsla hefur farið fram berst kaupanda tölvupóstur þar sem kemur fram nafn kaupanda, kennitala, veflykill og útgáfudagsetning. Í viðhengi fylgir með gjafabréf til útprentunar.

Eftir að kaup hafa farið fram er hægt að sjá stöðuna á gjafabréfinu með því að fara inn á heimasíðu hlaupsins. Þar er skráður veflykill í sérstakan reit og birtist þá upphæð og gildistími gjafabréfsins.

Greiða með gjafabréfi

Við skráningu í hlaup getur greiðsla farið fram með greiðslukorti eða gjafabréfi. Sé virði gjafabréfsins hærra en þátttökugjaldið er hægt að nýta það síðar, þó innan gildistímans sem er fjögur ár frá útgáfudegi. Ef þátttökugjaldið er hærra en gjafabréfið greiðist mismunurinn með kreditkorti. Eftir að skráningu er lokið berst kvittun á skráð netfang þátttakanda.

Á skráningarhátíð hlaupsins, daginn fyrir hlaup, er hægt að greiða með gjafabréfi. Á hlaupdegi er ekki mögulegt að nýta gjafabréfið.
Í greiðsluferlinu við skráningu þarf að skrá inn veflykil sem fram kemur á gjafabréfinu.

Skráningarferli í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er eftirfarandi:

 • Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á heimasíðunni marathon.is.
 • Velja þarf heimasíðu hlaupsins.
 • Í skrefi 1 þarf að skrá kennitölu hlaupara.
 • Í skrefi 2 þarf að skrá inn umbeðnar upplýsingar.
 • Í skrefi 3 er valin vegalengd og bolastærð.
 • Í skrefi 4 er val um að taka þátt í áheitasöfnun. Ef valið er að taka þátt í áheitasöfnunni þarf að velja góðgerðafélag í þessu skrefi.
 • Í skrefi 5 þarf að samþykkja skilmála hlaupsins.
 • Í skrefi 6 er mögulegt að skrá fleiri þátttakendur eða velja greiðslumáta.
 • Í skrefi 7 fer fram greiðsla. Í boði er að greiða með greiðslukorti eða gjafabréfi.
 • Í skrefi 8 er yfirlit yfir skráningu hlaupara ásamt mikilvægum upplýsingum.
 • Eftir að skráningu er lokið berst staðfesting á skráð netfang þátttakenda.

Sé gjafakortið ekki fullnýtt má nota það aftur við skráningu í hlaup innan gildistímans.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.