Heim flag

Skráning

Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki 2015 hófst hér á marathon.is 9. janúar. Áhugasömum stendur til boða að skrá sig (eða aðra áhugasama) í eftirfarandi vegalengdir:

  • Hálfmaraþon
  • 10 km hlaup
  • 5 km hlaup

Smelltu á gula "Skráðu þig í næsta hlaup" hnappinn hér til hægri til að skrá þig.

Forskráningu á netinu lýkur á miðnætti mánudaginn 22. júní 2015. Ef áhugasamir um þátttöku hafa ekki skráð sig fyrir þann tíma gefst þeim kostur á að skrá sig á hlaupdag, þann 23. júní 2015. Sjá nánar um afhendingu gagna og skráningu á hlaupdag hér. Á hlaupdag er verð hærra en ef skráð er á netinu áður. Smelltu hér til að skoða verðskrána.

Greiðsluleiðir

Í skráningarferlinu er hægt að velja um að greiða þátttökugjaldið með Visa- eða Mastercard kreditkorti, debetkorti og/eða gjafabréfi. Að lokinni skráningu fær viðkomandi senda kvittun í tölvupósti skráningunni til staðfestingar. Berist ekki kvittun hefur skráning ekki gengið í gegn. Í gegnum netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  er hægt að fá aðstoð við skráningu.

Skilmálar

Við skráningu í hlaup á vegum Reykjavíkurmaraþons þurfa þátttakendur að haka við að þeir samþykki skilmála hlaupsins. Ef ekki er hakað í samþykki fyrir skilmálum er ekki hægt að skrá sig í hlaupið. Smellið hér til að skoða skilmálana.

Engar endurgreiðslur

Eins og fram kemur í skilmálum og í skráningarferlinu á marathon.is er ekki hægt að fá þátttökugjöld endurgreidd. 

Nafnabreyting

Hægt er að gera nafnabreytingu á skráningu á "mínum síðum". Skrá þarf nafn, kennitölu, netfang og símanúmer þess sem á að fá skráninguna. Nýr eigandi skráningarinnar fær staðfestingu á skráningu í tölvupósti ásamt aðgangi að "mínum síðum". Athugið að "mínar síður" eru aðeins opnar á meðan rafræn skráning er opiin. Eftir að rafrænni skráningu lýkur er ekki hægt að gera nafnabreytingu.

Kvittun

Við afhendingu hlaupagagna á hlaupdag eru þátttakendur beðnir að hafa kvittun með staðfestingu á skráningu meðferðis, það flýtir fyrir afgreiðslu. Kvittunin er send í tölvupósti til hlaupara þegar skráningu er lokið. Einnig er hægt að finna kvittun til útprentunar á "mínum síðum".

Mínar síður

Að skráningu lokinni eignast hver einstaklingur sitt svæði undir heitinu: „Mínar síður“ þar sem hægt er að breyta persónuupplýsingum og lykilorði ásamt því sem hægt er að breyta um valda vegalengdi. Frekari upplýsingar um "Mínar síður" er að finna hér.

Breyting á vegalengd

Þeir hlauparar sem vilja breyta um vegalengd eftir að skráningu er lokið geta gert það á "mínum síðum". Greiða þarf fyrir mismun á verði vegalengda ef farið er í dýrari vegalengd. Ekki þarf að greiða breytingagjald. Allar nánari upplýsingar og aðstoð eru veittar í gegnum tölvupóstfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Þátttökuverðlaun

Í skráningarferlinu er val um hvort hlaupari kjósi að fá afhendan verðlaunapening við komu sína í mark eða ekki. Þátttökugjaldið lækkar um 500 kr. ef valið er að sleppa því að fá verðlaunapening. Smelltu hér til að skoða verðskrá Miðnæturhlaups Suzuki 2015.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar.