Heim flag

Afhending gagna

Hlaupagögn verða afhent á hlaupdag 23.júní 2014 frá kl.16:00. Afhending fer fram í anddyri Laugardalshallar. Hlauparar eru vinsamlegast beðnir að sækja skráningargögn sín eigi síðar en hálftíma fyrir hlaup.

Einnig verður hægt að skrá sig í hlaupið þegar afhending hlaupagagna fer fram en þá er þátttökugjaldið dýrara. Sjá nánar um verð hér.

Í Laugardalshöll geta hlauparar fengið að geyma dótið sitt. Starfsmaður vaktar dótið en þó er engin ábyrgð tekin á fjármunum sem þar eru geymdir.

Bolir merktir hlaupinu verða til sölu ásamt því að hlaupavarningur merktur Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2013 verður til sölu á góðu veðri. Þá mun nýr samstarfsaðili Reykjavíkurmaraþons, Under Armour, einnig vera með vörur til sölu.

mhs

 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.