Heim flag

Afhending gagna 2018

Hlaupagögn verða afhent á hlaupdag 21.júní 2018 frá kl.16:00. Afhending fer fram í Laugardalshöllinni. Hlauparar eru vinsamlegast beðnir að sækja skráningargögn sín eigi síðar en 45 mínútum fyrir hlaup.

Einnig verður hægt að skrá sig í hlaupið þegar afhending hlaupagagna fer fram en þá er þátttökugjaldið dýrara. Sjá nánar um verð hér.

Í Skautahöllinni í Laugardal geta hlauparar fengið að geyma dótið sitt. Starfsmaður vaktar dótið en engin ábyrgð tekin á fjármunum sem þar eru geymdir.

mhs

 

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.