Heim flag

Verðskrá 2017

Skráning í Laugavegshlaupið 2017 hefst 11. janúar og verður opin til 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma.
Þann 1. apríl hækkar þátttökugjaldið.

Verðskrá er sem hér segir:

8. janúar - 31. mars 1. apríl - 30. júní
Þátttökugjald 33.900 kr. 45.000 kr.
Annað - greitt við afhendingu gagna
Rúta (fyrir hlaupara) 13.500 kr.
Morgunmatur fyrir hlaup 1.300 kr.
Heit máltíð eftir hlaup 3.200 kr.

Innifalið í þátttökugjaldi

 • Bolur frá Cintamani, sjá bolastærðir hér
 • Brautar- og öryggisgæsla
 • Drykkir á drykkjarstöðvum í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Emstrum, Ljósá og í Húsadal
 • Salernisaðstaða í Hrauneyjum, Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Emstrum og Húsadal
 • Flutningur á farangri í Bláfjallakvísl og í Húsadal
 • Þátttökuverðlaun, sigurverðlaun, aldursflokkaverðlaun, sveitaverðlaun
 • Sturtuaðstaða í Húsadal ásamt húsaskjóli í tjaldbúðum hlaupsins til að matast og hafa fataskipti
 • Læknir og hjúkrunarfólk ef á þarf að halda í Húsadal
 • Tímataka og númer
 • Upplýsingar
 • Flutningur til byggða fyrir þá sem ekki ná tímamörkum

Ekki innifalið í þátttökugjaldi
Rútuferðir frá Reykjavík í Landmannalaugar og til Reykjavíkur frá Þórsmörk, morgunverður í Hrauneyjum og heit máltíð að hlaupi loknu er ekki innifalin í þátttökugjaldinu. Tekið verður á móti pöntunum fyrir þessa þjónustu frá þeim sem vilja á „Mínar síður" þegar nær dregur hlaupi. Sjá nánar um rútuferðir hér og máltíðir hér.

Skilmálar
Við skráningu í hlaup á vegum Reykjavíkurmaraþons þurfa þátttakendur að haka við að þeir samþykki skilmála hlaupsins. Ef ekki er hakað í samþykki fyrir skilmálum er ekki hægt að skrá sig í hlaupið. Smellið hér til að skoða skilmálana.

Greiðslufyrirkomulag
Í skráningarferlinu er hægt að velja um að greiða þátttökugjaldið með öllum helstu tegundum af greiðslukortum og/eða gjafabréfi. Að lokinni skráningu fær viðkomandi senda kvittun í tölvupósti skráningunni til staðfestingar. Berist ekki kvittun hefur skráning ekki gengið í gegn. Í gegnum netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  er hægt að fá aðstoð við skráningu.

Afskráning og endurgreiðsla
Endurgreiddur er hluti þátttökugjalds ef óskað er eftir því fyrir tilsettan dag og eru þeir eftirtaldir:

Fyrir 1. mars - 75% endurgreiðsla
Fyrir 1. júlí - 50% endurgreiðsla

Ósk um endurgreiðslu þarf að berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Gefa þarf upp fullt nafn, kennitölu, upplýsingar um bankareikning og símanúmer, auk rafrænnar greiðslukvittunar sem berst á þitt netfang við skráningu. Athugið að hafi bankaupplýsingar ekki borist fyrir 31. ágúst 2017 fellur úr gildi beiðni um endurgreiðslu þátttökugjalds sem send var fyrir 1.júlí.

Hlaupari sem skráir sig úr Laugavegshlaupinu getur ekki fengið hlaupagögn afhend.

Allar beiðnir um endurgreiðslu sem berast eftir auglýstan tíma verða ekki teknar til greina. Hlauparar sem ekki sjá sér fært að taka þátt eftir að frestur til að fá endurgreiðslu rennur út eru þó hvattir til að láta vita að þeir mæti ekki með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

2015-andri-ein-hress

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.