Heim flag

Skráning 2017

Skráning í Laugavegshlaupið 2017 er hafin og endar 30.júní 2017 nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma.

Skráning og greiðsla fer fram rafrænt hér á heimasíðu Laugavegshlaupsins, marathon.is/laugavegur. Þátttökugjald er innheimt í einu lagi og er ekki endurkræft nema að hluta til sé þess óskað, sjá nánar hér.

Ekki er hægt að flytja skráningu fram um ár. Ekki er leyfilegt að selja öðrum skráningu. Ekki er hægt að breyta um nafn skráningar. Skráður þátttakandi er ábyrgur fyrir hlaupanúmeri og öðrum gögnum sem honum hefur verið úthlutað og er honum ekki heimilt að láta það öðrum í té, til þátttöku í hlaupinu. Sá sem hleypur með númer sem ekki er skráð á hann af mótshaldara er ekki gildur þátttakandi. Sjá nánar í skilmálum hlaupsins.

Skráðir þátttakendur þurfa að skrá viðbótarupplýsingar þegar nær dregur hlaupi. Þessi skráning fer fram á mínum síðum og hefst í lok júní. Þátttakendur fá póst þegar skráningin hefst en henni lýkur 3.júlí.

Smelltu á græna „Skráðu þig í næsta hlaup" hnappinn hér til hægri til að skrá þig til þátttöku.

Smelltu hér til að finna lista yfir skráða þátttakendur.

Andri-lv-1148 copy

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.