Heim flag

Skilmálar

Greiðsluskilmálar og almennir skilmálar

Við skráningu í hlaup á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur þurfa þátttakendur að haka við að þeir samþykki greiðsluskilmála og almenna hlaupsins. Ef ekki er hakað í samþykki fyrir skilmálum er ekki hægt að skrá sig í hlaupið. Smellið hér til að skoða skilmálana.

Skilmálar um þátttökurétt

Ekki er hægt að breyta skráningu úr einu nafni yfir í annað né færa skráningu yfir á næsta ár. Skráður þátttakandi er ábyrgur fyrir hlaupanúmeri og öðrum gögnum sem honum hefur verið úthlutað. Honum er ekki heimilt að láta það öðrum í té, til þátttöku í hlaupinu. Sá sem hleypur með númer sem ekki er skráð á hann af mótshaldara er ekki gildur þátttakandi.

Endurgreiðsla

Endurgreiddur er hluti þátttökugjalds vegna forfalla ef óskað er eftir því fyrir tilsettan dag og eru þeir eftirtaldir:

Fyrir 1. mars - 75% endurgreiðsla
Fyrir 1. júlí - 50% endurgreiðsla

Ósk um endurgreiðslu þarf að berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Gefa þarf upp fullt nafn, kennitölu, upplýsingar um bankareikning og símanúmer, auk rafrænnar greiðslukvittunar sem berst á þitt netfang við skráningu. Athugið að hafi bankaupplýsingar ekki borist fyrir 31. ágúst 2018 fellur úr gildi beiðni um endurgreiðslu þátttökugjalds, þó hún hafi verið send fyrir 1.júlí.

Hlaupari sem skráir sig úr Laugavegshlaupinu getur ekki fengið hlaupagögn afhend.

Allar beiðnir um endurgreiðslu sem berast eftir auglýstan tíma verða ekki teknar til greina. Hlauparar sem ekki sjá sér fært að taka þátt eftir að frestur til að fá endurgreiðslu rennur út eru þó hvattir til að láta vita að þeir mæti ekki með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Skilmálar sem þátttakendur þurfa að undirrita við afhendingu gagna

Með undirritun minni staðfesti ég eftirfarandi:

Ég er í nægilega góðu ástandi bæði líkamlegu og andlegu til þess að taka þátt í og ljúka Laugavegshlaupinu.

Ég staðfesti að ég hef áttað mig á erfiðleikastigi 55 km Laugavegshlaups sem liggur um hálendi Íslands þar sem veður getur verið slæmt og færð erfið.

Ég hef kynnt mér tímamörk sem eru 4 klst við Álftavatn (22 km) og 6 klst og 15 mín við Emstrur (38 km) og veit að allir þeir sem ekki ná tímamörkum verða stöðvaðir (án undanþágu).

Ég skil að hlutverk framkvæmdaaðila og starfsmanna hlaupsins felst ekki í að “bjarga” þátttakendum sem eru illa undirbúnir þjálfunarlega, næringarlega, eða skorta viðeigandi útbúnað. Öryggi hvers hlaupara er á hans eigin ábyrgð og hann þarf að hafa færni til að takast á við óvæntar aðstæður.

Ég hef lesið og skilið reglur Laugavegshlaupsins og samþykki þær.

Ég samþykki að fara eftir þeim leiðbeiningum sem starfsmenn hlaupsins leggja til og þigg þá aðstoð sem þeir álíta að þurfi vegna öryggis míns og annarra.

Sem þátttakandi í Laugavegshlaupinu 2018 afsala ég mér öllum rétti til skaðabóta frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur (framkvæmdaraðili Laugavegshlaupsins), starfsmönnum og öðrum samstarfsaðilum hlaupsins, vegna meiðsla, veikinda, slyss, eða annarra ófyrirsjáanlegra atvika sem ég gæti orðið fyrir í Laugavegshlaupinu 2018.

Smellið hér til að skoða reglur hlaupsins og hér til að skoða upplýsingar um tímatakmörk.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.