Heim flag

 • 18.ágúst 2018

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.  Skráning í hlaupið hefst í janúar 2018. 
 • Hlaupastyrkur.is

  Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu.   

 • Powerade Sumarhlaupin

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.
 • Gjafabréf

  Gjafabréf í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar. Gjafabréfið gildir í fjögur ár sem greiðsla í alla viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Smelltu hér til að kaupa. 
 • 35. hlaupið

  Reykjavíkurmaraþon fer fram í 35.sinn laugardaginn 18.ágúst 2018. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt. Árið 2017 tóku rúmlega 14 þúsund manns þátt í hlaupinu.

Tilkynning frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur

Í ljósi umræðu um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og vefinn hlaupastyrkur.is vill Íþróttabandalag Reykjavíkur koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi á hverju ári. Laugardaginn 19.ágúst 2017 fór hlaupið fram í 34.sinn og tóku rúmlega fjórtán þúsund manns á öllum aldri þátt.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er rekið af Íþróttabandalagi Reykjavíkur sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Þátttökugjöld fara í kostnað við að halda hlaupið sem að stærstum hluta er launakostnaður og kaup á ýmsum búnaði og aðföngum. Ef hagnaður verður af hlaupinu rennur hann til íþróttafélaganna í Reykjavík í gegnum sjóð sem þau geta sótt um styrki í. Fulltrúar íþróttafélaganna starfa einnig við hlaupið sem sjálfboðaliðar fyrir sín félög en maraþonið greiðir félögunum fyrir þeirra vinnuframlag. Með því að taka þátt í hlaupinu eru þátttakendur því líka að styrkja íþróttafélögin.

Söfnun til góðra málefna hefur verið hluti af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í um 10 ára skeið. Alla tíð hefur verið tekið af söfnunarfé til að standa undir hluta af kostnaði sem Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur við söfnunina, eins lítið og mögulegt er eða 5-7% hverju sinni. Í samkomulagi milli Íþróttabandalags Reykjavíkur og góðgerðafélaganna kemur fram að ÍBR hafi rétt til að taka allt að 10% í kostnað. Kostnaður við söfnunina er fólgin í vinnu við tölvukerfið sem hýsir söfnunina, vinnulaunum starfsfólks sem kemur að verkefninu og færslugjöldum greiðslukorta. Smellið hér til að finna yfirlit yfir hver kostnaðurinn við söfnunina hefur verið undanfarin 5 ár.

Áheitasöfnunin hefur farið fram á vefnum hlaupastyrkur.is síðan árið 2010. Á hverju ári skrá meira en 100 góðgerðafélög sig til þátttöku í söfnuninni og er þetta stærsta söfnun margra þeirra á hverju ári. Eftir því sem við komumst næst eru fáar safnanir og líklega engar af þessari stærðargráðu sem kosta félögin sem safna jafn lítið og áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á marga góða samstarfsaðila sem koma að hlaupinu með ýmsum hætti. Íslandsbanki er þeirra stærstur og er hans hlutverk í samstarfinu meðal annars að kynna viðburðinn innanlands. Einnig hefur bankinn komið með veglegum hætti að áheitasöfnunni t.d. gaf Íslandsbanki hlaupinu vefinn hlaupastyrkur.is árið 2010, hefur greitt hluta af kostnaði við uppfærslur á vefnum og alla markaðssetningu á honum. Það ber því að þakka Íslandsbanka fyrir þeirra mikilvæga framlag við þessa fjáröflun góðgerðarfélaganna og gera það mögulegt að halda kostnaði við söfnunina eins lágum og raun ber vitni. Við fögnum því að Íslandsbanki ætli að leggja söfnuninni enn frekar lið og greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina.

start-minni

Vel heppnað hlaup

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 34.sinn í dag og gekk vel. Rúmlega 14 þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Veðrið lék við hlaupara í dag sem voru fjölmargir að bæta sinn besta árangur.

Smelltu hér til að skoða heildarúrslit

Myndir af gleði dagsins eru komnar á Facebook og Instagram og munu fleiri bætast við á næstu dögum.

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er enn í fullum gangi á hlaupastyrkur.is og sjálfsagt eiga einhverjir eftir að verðlauna sitt fólk fyrir góðan árangur í dag með viðbótar áheitum. Hægt verður að heita á hlaupara til miðnættis á mánudag 21.ágúst.

IMG 20170819 090510-minni

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.