Heim flag

 • 18.ágúst 2018

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.  Skráning í hlaupið hefst í janúar 2018. 
 • Hlaupastyrkur.is

  Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu.   

 • Powerade Sumarhlaupin

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.
 • Gjafabréf

  Gjafabréf í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar. Gjafabréfið gildir í fjögur ár sem greiðsla í alla viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Smelltu hér til að kaupa. 
 • 35. hlaupið

  Reykjavíkurmaraþon fer fram í 35.sinn laugardaginn 18.ágúst 2018. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt. Árið 2017 tóku rúmlega 14 þúsund manns þátt í hlaupinu.

20% afsláttur hjá Adidas

Adidas býður öllum þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 20% afslátt af hlaupafatnaði og hlaupaskóm á adidas.is. Afsláttarkóðinn er RM2017 og gildir hann út ágúst (ATH þú þarft að vera innskráð/ur til að nota hann). Hlaupaskórnir frá Adidas eru þekktir fyrir "boostið" í sólanum sem harðnar ekki við kaldar aðstæður og er því tilvalið fyrir þá sem ætla að halda áfram að hlaupa í vetur.

Hér sérðu yfirlit yfir hlaupaskóna frá Adidas:

Ultraboost 
 • Sokkaskór
 • 100% boost í sólanum
 • 10mm „drop“ frá hæl niður í tá
 • Hentar vel í lengri hlaup, og er frábær í göngutúra og til daglegra nota.
Ultraboost ST 
 • Innanfótastyrktur
 • 100% boost í sólanum
 • 10mm „drop“ frá hæl niður í tá
 • Hentar vel í lengri hlaup, og er frábær í göngutúra og til daglegra nota.
Energy boost 
 • 80% boost í sólanum
 • 10mm „drop“ frá hæl niður í tá
 • Hentar vel í öll hlaup, heldur vel að fæti.
Supernova
 • 80% boost í sólanum
 • 10mm „drop“ frá hæl niður í tá
 • Góður íþróttaskór, hentar í hlaup og rækt.
Supernova ST
 • 80% boost í sólanum
 • 10mm „drop“ frá hæl niður í tá
 • Góður íþróttaskór, hentar í hlaup og rækt.
Adios
 • 80% boost
 • 10mm „drop“ frá hæl niður í tá
 • Adios er sá skór sem hefur unnið flest maraþon í heiminum
 • Léttur keppnis skór, hentar í hlaup og rækt.

 

 39A9346b

Áheitamet á hlaupastyrkur.is

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka lauk á miðnætti í gær á hlaupastyrkur.is. Rúmlega 117 milljónir króna söfnuðust til 152 góðgerðarfélaga. Þetta er um 20% aukning frá því í fyrra þegar rúmlega 97 milljónir króna söfnuðust. Frá því áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hófst árið 2006 hafa um 663 milljónir safnast til góðra málefna.

Góðgerðafélögin fá áheitin greidd til sín í lok október þegar allar greiðslur frá korta- og símafyrirtækjum hafa borist.

Skráðir þátttakendur í hlaupið í ár voru 14.390 og söfnuðu 4.649 þeirra áheitum á hlaupastyrkur.is. Erlendir hlauparar voru um 4000 talsins frá 87 löndum og tóku tæplega 260 þeirra þátt í söfnuninni.

Góðgerðafélögin senda hlaupurum og þeim sem hétu á hlaupara bestu þakkir fyrir stuðninginn.

hlaupastyrkur-isl-2017-8-22

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.