Heim flag

 • 19.ágúst 2017

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst. Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.  Smelltu hér til að skoða dagskrá hlaupdags. 
 • Hlaupastyrkur.is

  Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu.   

 • Powerade Sumarhlaupin

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.
 • Gjafabréf

  Gjafabréf í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar. Gjafabréfið gildir í fjögur ár sem greiðsla í alla viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Smelltu hér til að kaupa. 
 • 34. hlaupið

  Reykjavíkurmaraþon fer fram í 34.sinn laugardaginn 19.ágúst 2017. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt. Árið 2016 tóku rúmlega 15 þúsund manns þátt í hlaupinu.

Gunnlaugur hleypur fyrir Grensás

Ofurhlauparinn Gunnlaugur A. Júlíusson er þessa dagana að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar í tengslum við Landsmót UMFÍ. Hann lagði af stað á sunnudag og ætlar að ljúka hlaupinu á mótssetningu Landsmótsins á föstudag. Með hlaupinu vil Gunnlaugur leggja lið og vekja athygli á fjársöfnun fyrir Grensásdeild sem Edda Heiðrún Backman ýtti úr vör fyrir nokkru. Hlaupið er jafnframt minningarhlaup um Jón H. Sigurðsson hlaupara frá Úthlíð. 

UMFÍ skipuleggur hlaupið ásamt Gunnlaugi, en Rás 2 annast kynningu og umfjöllun um hlaupið á opinberum vettvangi. Verkefnið ber heitið ,,Á rás fyrir Grensás". Frá 5. - 10. júlí verður umfjöllun um hlaupið á Rás 2 milli 14:00 og 16:00. Þeir sem vilja heita á Gunnlaug og leggja því lið að styrkja og efla Grensásdeild geta lagt inn á reikning 0130-26-9981 en kennitalan er 660269-5929.

Nánari upplýsingar um hlaup Gunnlaugs má nálgast á heimasíðu UMFÍ.

Hollvinir Grensás er eitt af þeim góðgerðafélögum sem hægt er hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst næstkomandi. Þátttakendur geta valið um góðgerðafélag til að hlaupa fyrir og fengið vini og kunningja til að heita á sig. Ljúki þeir hlaupinu renna áheitin til viðkomandi góðgerðarfélags. Smellið hér til að skoða góðgerðafélögin sem hægt er að hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Mikill hlaupaáhugi

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 26.sinn þann 22.ágúst næstkomandi. Hlaupið hefur farið ört vaxandi undanfarin ár og mikil fjölgun orðið á þátttakendum milli ára. Árið í ár virðist ekki ætla að vera nein undantekning því skráningar eru nokkuð meiri í ár heldur en á sama tíma í fyrra.

Heildarfjöldi skráninga í allar vegalengdir 25.júní 2008 var 820 en 25.júní 2009 eru skráningar 1001 sem er 22% aukning milli ára. Mest aukning er í 10 km hlaupið eða 41% milli ára.

Hlauparar frá 35 löndum auk Íslendinga hafa skráð sig til þátttöku.  Aukning á skráningu erlendra þátttakenda milli ára er 10% en Íslendingum hefur fjölgað um 44%. Flestir erlendu hlauparanna sem nú hafa skráð sig til þátttöku koma frá Bandaríkjunum en næst fjölmennastir eru Bretar og þá Þjóðverjar.

Á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons er undirbúningur fyrir hlaupið í ágúst í fullum gangi. Sú mikla fjölgun þátttakenda í hlaupum sem haldin hafa verið í sumar og sú mikla skráning sem komin er af stað í Reykjavíkurmaraþonið hefur breytt töluvert undirbúningi fyrir hlaupið. Aukið hefur verið við pantanir á hlaupnúmerum, tímatökuflögum, verðlaunapeningum o.fl. til að tryggja að allir sem vilja geti tekið þátt.

Það ættu allir að geta fundið sér vegalengd við hæfi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Fólk á öllum aldri getur skráð sig í 3 km skemmtiskokk en Latabæjarhlaupið er sérstaklega fyrir börn 9 ára og yngri. Þá geta 12 ára og eldri tekið þátt í 10 km hlaupi og þeir allra hörðustu í maraþon og hálfmaraþon.

Allar nánari upplýsingar og skráning á marathon.is.


 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.