Heim flag

 • 18.ágúst 2018

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.  Skráning í hlaupið hefst í janúar 2018. 
 • Hlaupastyrkur.is

  Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu.   

 • Powerade Sumarhlaupin

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.
 • Gjafabréf

  Gjafabréf í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar. Gjafabréfið gildir í fjögur ár sem greiðsla í alla viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Smelltu hér til að kaupa. 
 • 35. hlaupið

  Reykjavíkurmaraþon fer fram í 35.sinn laugardaginn 18.ágúst 2018. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt. Árið 2017 tóku rúmlega 14 þúsund manns þátt í hlaupinu.

Það geta allir tekið þátt!

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er fjölmennur og skemmtilegur viðburður sem hægt er að taka þátt í á ýmsa vegu eins og t.d. hlaupa, heita á hlaupara eða hvetja hlaupara.


Það er sérstök upplifun að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Mikill fjöldi þátttakenda og fallegar hlaupaleiðir í Reykjavík skapa frábæra stemningu sem erfitt er að lýsa með orðum. Smelltu hér til að skrá þig í eina af þeim fimm veglengdum sem í boði eru.


Margir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hlaupa til styrktar góðu málefni. Með því að heita á hlaupara hvetur þú þá til dáða og lætur jafnframt gott af þér leiða. Smelltu hér til að heita á hlaupara.


Það er fátt skemmtilegra fyrir hlaupara en að fá hvatningu á hlaupaleiðinni. Smá klapp eða uppörvandi hrós veitir ótrúlega mikla auka orku. Farðu út á götu til að fylgjast með og hvetja hlauparana áfram. Smelltu hér til að skoða kort af hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2009.

 

Bolir og bolastærðir

Venju samkvæmt er stuttermabolur innifalinn í þátttökugjöldum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Bolur ársins er rauður bómullarbolur sem bæði er hægt að fá í karla- og kvennasniði fullorðinna og þremur barnastærðum. Fullorðins bolirnir eru úr fínni bómull (soft style cotton) en barnabolirnir úr grófari bómull (heavy cotton). Sömu bolir eru í boði fyrir allar vegalengdir hlaupsins. Sérmerktir bolir eru fyrir þátttakendur í Latabæjarhlaupinu en þar er boðið uppá fjórar barnastærðir.

Til að fólk geti betur gert sér grein fyrir hvaða stærðir henta þeim höfum við útbúið töflur með upplýsingum um stærðir bolanna í sentímetrum. Smellið hér til að skoða upplýsingar um bolastærðir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2009.

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið er komin af stað á fullum krafti. Hátt í 3000 hlauparar hafa þegar skráð sig til þátttöku. Forskráningu á vefnum lýkur á miðnætti miðvikudaginn 19.ágúst. Smelltu hér til að skrá þig.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.