Heim flag

 • 19.ágúst 2017

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst. Skráning í hlaupið hefst í janúar 2017. Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.  
 • Hlaupastyrkur.is

  Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu.   

 • Powerade Sumarhlaupin

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.
 • Gjafabréf

  Gjafabréf Reykjavíkurmaraþons er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar. Gjafabréfið gildir í fjögur ár sem greiðsla í Miðnæturhlaup Suzuki, Laugavegshlaup og/eða Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Smelltu hér til að kaupa. 
 • 34. hlaupið

  Reykjavíkurmaraþon fer fram í 34.sinn laugardaginn 19.ágúst 2017. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt. Árið 2016 tóku rúmlega 15 þúsund manns þátt í hlaupinu.

Allir geta safnað áheitum

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Allir skráðir þátttakendur í hlaupið geta safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Flestir ættu að finna málefni sem stendur þeim nær því 168 félög hafa skráð sig til þátttöku.

Smelltu hér til að skoða góðgerðafélögin sem hægt er að hlaupa fyrir

Smelltu hér til að skrá þig sem góðgerðahlaupara

Smelltu hér til að skoða og heita á skráða hlaupara

Smelltu hér til að skoða og heita á boðhlaupslið

Smelltu hér til að skoða og heita á hlaupahópa

hlaupastyrkur 2016-8-7

Skráning gengur vel

Laugardaginn 20.ágúst næstkomandi fer Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fram. Skráning í hlaupið gengur mjög vel en nú þegar hafa um 8700 skráð sig til þátttöku sem er 14% fleiri en á sama tíma í fyrra. Skráning í hlaupið fer fram hér á marathon.is og verður rafræn skráning opin til kl.13 fimmtudaginn 18.ágúst. Einnig er hægt að skrá sig á skráningarhátíð hlaupsins í Laugardalshöll en þá er þátttökugjald hærra.

Flestir hafa skráð sig í 10 km hlaupið eða rúmlega 3800 manns en næst flestir í hálft maraþon þar sem rétt tæplega 2500 eru skráðir. Þegar er búið að slá þátttökumet í maraþoni en þar eru nú 1583 búnir að skrá sig til þátttöku. Gamla metið var sett í fyrra, 1262 skráðir þátttakendur.

Mikil aukning er í þátttöku erlendra gesta, 3710 hafa skráð sig en þeir voru 3140 í heildina í fyrra og höfðu þá aldrei verið fleiri. Erlendu gestirnir eru af 77 mismunandi þjóðernum, flestir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada.

Um 2300 þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2016 eru að safna áheitum til góðra málefna á vefnum hlaupastyrkur.is. Nú þegar hafa safnast 19,2 milljónir sem er um 30% hærri upphæð en búið var að safna á sama tíma í fyrra. Á hlaupastyrkur.is er hægt að safna áheitum fyrir 162 mismundi góðgerðafélög og því ættu allir að geta fundið málefni sem þeir brenna fyrir. Í fyrra söfnuðust rúmlega 80 milljónir til góðra málefna. Heildarupphæð áheita sem safnast hafa í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá árinu 2006, þegar áheitasöfnun hófst, nálgast nú 500 milljónir.

Hér geta skráðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka skráð sig sem góðgerðahlaupara og valið málefni til að hlaupa fyrir.

foss

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.