Heim flag

 • 18.ágúst 2018

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Þátttakendur geta valið á milli fimm vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.  Skráning í hlaupið hefst í janúar 2018. 
 • Hlaupastyrkur.is

  Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu.   

 • Powerade Sumarhlaupin

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.
 • Gjafabréf

  Gjafabréf í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er góður kostur fyrir þau sem vilja gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar. Gjafabréfið gildir í fjögur ár sem greiðsla í alla viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Smelltu hér til að kaupa. 
 • 35. hlaupið

  Reykjavíkurmaraþon fer fram í 35.sinn laugardaginn 18.ágúst 2018. Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt. Árið 2017 tóku rúmlega 14 þúsund manns þátt í hlaupinu.

Forskráningu að ljúka

Senn líður að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í 34. sinn laugardaginn 19.ágúst.

Forskráningu í hlaupið hér á marathon.is lýkur klukkan 13:00 fimmtudaginn 17.ágúst. Allir eru hvattir til að skrá sig fyrir þann tíma þar sem að þátttökugjöld hækka eftir að forskráningu lýkur. Smelltu hér til að skrá þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 og hér til að skoða verðskrána.

Allir sem taka þátt í tímatökuvegalengdum geta fengið sms skilaboð með óstaðfestum flögutíma sínum stuttu eftir að þeir fara yfir marklínuna. Við hvetjum því hlaupara til að skrá farsímanúmer sitt eða aðstandanda í skráningarferlinu.

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka verður haldin í Laugardalshöll fimmtudaginn 17.ágúst og föstudaginn 18.ágúst. Á skráningarhátíðinni fá skráðir þátttakendur afhend hlaupagögn sín en einnig verður hægt að skrá sig á staðnum. Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hluti af stórsýningunni FIT & RUN 2017 sem er einstök sýning fyrir alla fjölskylduna. Lögð verður áhersla á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþonið, almenna hreyfingu, heilsufæði, fatnað, skóbúnað og aðrar stuðningsvörur hlauparans á samt skemmtilegum uppákomum. Smelltu hér til að finna nánari upplýsingar um skráningarhátíðina.

3km-2016

Viltu hlaupa til góðs?

Rúmlega þrjú þúsund þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 eru að safna áheitum til góðra málefna á hlaupastyrkur.is og það er ennþá hægt að bætast í hópinn.

Einfalt að safna

Það er einfalt fyrir skráða hlaupara að stofna aðgang á hlaupastyrkur.is og byrja að safna áheitum. Í örfáum skrefum velur þú þér góðgerðafélag til að hlaupa fyrir og hefur val um að setja inn mynd af þér og segja frá ástæðu þess að þú hleypur fyrir þetta málefni. Þú getur einnig sett þér söfnunarmarkmið og þannig fylgst með á skemmtilegan hátt hvernig þinni söfnun gengur. Hægt er að deila söfnunarsíðu hlaupara á samfélagsmiðlum og hvetja þannig vini og vandamenn til að heita á sig. Smelltu hér ef þú vilt hlaupa til góðs.

Það ættu allir að geta fundið sér málefni til að safna áheitum fyrir því 158 mismunandi góðgerðafélög eru skráð á hlaupastyrkur.is. Smelltu hér til að skoða lista yfir skráð góðgerðafélög.

Auðvelt að heita á

Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara í Reykavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti, sms skilaboðum eða með Kass appinu. Smelltu hér til að finna hlaupara til að heita á.

Hlauptu í krafti fjöldans

Einstaklingar geta merkt sig í hóp og safnað í krafti fjöldans á hlaupastyrkur.is. Þessi möguleiki getur verið hentugur fyrir fyrirtækjahópa, vinahópa, saumaklúbba o.fl. sem vilja standa saman að því að safna fyrir hin ýmsu málefni. Smelltu hér til að finna nánari upplýsingar um skráningu hlaupahópa.


Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 nálgast nú 600 milljónir. Í fyrra söfnuðu hlauparar 97,3 milljónum til góðra málefna. Kraftur hlaupara lætur svo sannarlega gott af sér leiða.

hlaupastyrkur-isl-2017-8-2

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.