• Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram kvöldið fyrir Jónsmessu þann 23.júní 2017. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 5.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2017 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 
 • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 20.apríl 2017, fór Víðavangshlaup ÍR fram í 102.sinn. Hlaupinn var 5 km hringur um miðbæ borgarinnar m.a. upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 25.maí 2017 fór Fjölnishlaupið fram í 28.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin var skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig var hægt að velja 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

Arndís og Arnar sigruðu í Víðavangshlaupi ÍR

Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni og Arnar Pétursson úr ÍR sigruðu í 102. Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór í miðborg Reykjavíkur í gær. Þau urðu um leið Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi.

Rúmlega 500 hlauparar tóku þátt og voru verðlaunahafar eftirfarandi:

Konur
1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni 00:17:55
2. Elín Edda Sigurðardótt­ir, ÍR, 00:18:34
3. Helga Guðný Elíasdóttir, Fjölni 00:19:11


Karlar
1. Arnar Pétursson, ÍR 00:15:29
2. Kristinn Þór Kristinsson, 00:15:55
3. Benoit Branger, IN­OV8 Iceland, 00:16:58

Víðavangshlaup ÍR hefur verið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á sumardaginn fyrsta í eina öld. Hlaupið er elsta hlaup landsins og með elstu almenningshlaupum í Evrópu. Aldrei hefur fallið úr hlaup og er Víðavangshlaup ÍR einn af þeim íþróttaviðburðum sem eiga sér lengsta samfellda sögu hér á landi.

Smellið hér til að skoða heildarúrslit.

Víðavangshlaup ÍR á fimmtudaginn

Powerade Sumarhlaupin 2017 hefjast á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20.apríl kl.12, en þá fer Víðavangshlaup ÍR fram í 102. sinn. Bæði er boðið upp á hina hefðbundu 5 km hlaupaleið en einnig er hægt að taka þátt í 2,7 km skemmtiskokki sem er hugsað sem skemmtilegt fjölskylduhlaup. Samhliða hinum aldarlanga viðburði fer Grunnskólahlaup ÍR fram í annað sinn en það er 2,7 km langt og er fyrir nemendur í 7.-10.bekk.

Hlaupin verður einstök 5 km leið í miðbænum sem liggur meðal annars upp Hverfisgötuna, niður Laugaveginn og umhverfis Tjörnina. Örlítil en stórskemmtileg breyting er á hlaupaleiðinni í ár þar sem markið verður á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis.

Skráning í Víðavangshlaup ÍR er í fullum gangi á hlaup.is og verður opin til miðnættis miðvikudaginn 19.apríl, en athugið að þátttökugjald hækkar á miðnætti í kvöld þriðjudaginn 18. apríl. Smelltu hér til að skrá þig. Einnig verður hægt að skrá sig á hlaupdag frá klukkan 9:30 til 11:00 gegn hærra gjaldi.

Vakin er athygli á því að skráning í Grunnskólahlaupið er ókeypis en þar gildir að vera með. Sá skóli sigrar sem á hæsta hlutfall nemenda sem ljúka hlaupinu undir 25 mínútum. Athugið að nemendur geta ekki tekið þátt í báðum hlaupunum eða látið þátttöku í 5 km hlaupinu gilda í Grunnskólahlaupi.

Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar um Víðavangshlaup ÍR 2017.

vidavangshlaup-ir-2