• Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 5 km og 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

Staðan í stigakeppninni að loknum 4 hlaupum

Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson eru með forystu í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018 að loknum fjórum hlaupum af fimm.

Ljóst er að Arnar verður sigurvegari í stigakeppni karla í ár því enginn getur náð honum að stigum þrátt fyrir að sigra í síðasta hlaupinu. Baráttan um næstu sæti í karlaflokki er hinsvegar harðari og eiga margir möguleika á því að komast í 2. og 3. verðlaunasæti.

Í stigakeppni kvenna eiga bæði Elín Edda Sigurðardóttir sem er með forystuna núna og Andrea Kolbeinsdóttir sem er í öðru sæti möguleika á að verða stigameistarar. Þá eru Helga Guðný Elíasdóttir, Íris Anna Skúladóttir og Agnes Kristjánsdóttir mjög jafnar í næstu þremur sætum og ræðst það í Reykjavíkurmaraþoninu hver þeirra nær þriðju verðlaununum.

Eftirfarandi hlauparar eru efstir í stigakeppninni í einstökum aldursflokkum:

Flokkur Karl Kona
18 ára og yngri    Davíð Kolka Íris Arna Ingólfsdóttir
19-29 ára Arnar Pétursson Elín Edda Sigurðardóttir 
30-39 ára Björn Snær Atlason Borghildur Valgeirsdóttir 
40-49 ára Jósep Magnússon Eva Ólafsdóttir
50-59 ára Víðir Þór Magnússon Guðrún Harðardóttir
60 ára og eldri Sigurður Konráðsson   Ragna María Ragnarsdóttir  

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2018.

 

Andrea og Arnar sigruðu í Ármannshlaupinu

Fjórða Powerade Sumarhlaupið af fimm, Ármannshlaup Eimskips, fór fram í gærkvöldi. Hlaupið hófst og endaði við höfuðstöðvar Eimskipa við Sundahöfn og voru 343 hlauparar skráðir til þáttöku. Hlaupaleiðin er 10 km og liggur meðfram Sæbrautinni niður að Hörpu en þar snúa keppendur við og hlaupa sömu leið til baka. Brautin er mjög flöt og aðeins munar 6,7 metrum á hæsta og lægsta punkti og því hafa margir hlauparar náð sínum besta tíma í 10 kílómetra hlaupi þar.

Arnar Pétursson var fyrstur karla í mark og Andrea Kolbeinsdóttir var fyrst kvenna. Arnar kom í mark á 34 mínútum og 17 sekúndum. Í öðru sæti í karlaflokki á tímunum 34:20 var Vilhjálmur Þór Svansson og Maxime Sauvageon í því þriðja á 34:28. Tími Andreu var 35 mínútur og 45 sekúndur sem er besti tími sem hún hefur náð í 10 kílómetra hlaupi. Aðeins fimm karlar komu á undan Andreu í mark í hlaupinu. Í öðru sæti í kvennaflokki var Elín Edda Sigurðardóttir á 36:24 og í þriðja sæti Helga Guðný Elíasdóttir á 38:44.

Heildarúrslit hlaupsins má finna á timataka.net og myndir á flickr síðu Ármenninga.

sigurvegarar-armann-2018

Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson, sigurvegarar í Ármannshlaupi Eimskips 2018