• Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 
 • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

Ármannshlaup Eimskips 6.júlí

Ármannshlaup Eimskips er 10 km götuhlaup og jafnframt fjórða og næst síðasta Powerade Sumarhlaupið 2016. Hlaupið fer fram miðvikudagskvöldið 6.júlí og er ræst kl.20.

Ármannshlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata og hraða braut þar sem margir hlauparar hafa náð sínum besta tíma. Ræsing og endamark er við Vöruhótel Eimskips í Sundahöfn.

Forskráningu lýkur þriðjudaginn 5. júlí kl. 17:00 eða daginn fyrir hlaup. Þátttökugjald er 2.000 krónur í forskráningu. Smelltu hér til að skrá þig. Skráning á hlaupadag miðvikudaginn 8. júlí verður á marksvæði frá kl. 17:00 og kostar hún 2.500 krónur. Skráningu á hlaupadegi lýkur kl. 19:30. Hægt er að sækja númer og flögur á hlaupadegi frá kl. 17:00 í afgreiðslu Vöruhótels Eimskips.

armannshlaupid

Vel heppnað Miðnæturhlaup Suzuki

Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í 24.sinn fimmtudaginn 23.júní og var vel heppnað. Framkvæmd hlaupsins gekk vel enda frábært hlaupaveður og aðstæður allar hinar bestu. Þrjú brautarmet voru sett í hlaupinu; í hálfmaraþoni karla, 10 km hlaupi kvenna og 5 km hlaupi kvenna.

Skráðir þátttakendur voru í heild 2640 talsins, 1247 í 5 km, 782 í 10 km og 611 í hálfu maraþoni. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt í hlaupinu en þeir voru um 900 talsins frá 50 löndum. Flestir erlendu gestanna komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Þýskalandi.

10 km hlaupið í Miðnæturhlaupi Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum 2016 og voru fyrstu þrír hlauparar í mark eftirfarandi:

Karlar

1. Ingvar Hjartarson, 33:57
2. Hugi Harðarson, 34:39
3. Þórólfur Ingi Þórsson, 35:32

Tími Ingvars er fjórði besti tíminn sem náðst hefur í 10 km hlaupinu í Miðnæturhlaupi Suzuki. Ingvar átti sjálfur 4.besta tímann fyrir þetta hlaup 33:58 frá árinu 2012.

Konur

1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 37:40
2. Andrea Kolbeinsdóttir, 38:55
3. Helga Guðný Elíasdóttir, 39:47

Tími Arndísar er nýtt brautarmet í 10 km hlaupi kvenna en hún átti sjálf gamla metið, 37:44 sem hún setti árið 2012.

Úrslit í öllum vegalengdum og aldursflokkum má finna hér.

Myndir úr hlaupinu má finna hér en einnig eru myndir á facebook og Instagram.

 midnight-10km-kk-small

midnight-10km-kvk-small