• Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 5 km og 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

Miðnæturhlaup Suzuki næst á dagskrá

Næst á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna 2017 er Miðnæturhlaup Suzuki sem fram fer í Laugardalnum föstudagskvöldið 23.júní. Miðnæturhlaupið er þriðja hlaupið af fimm á mótaröðinni.

Forskráning er nú í fullum gangi á marathon.is og verður opin til miðnættis fimmtudaginn 22.júní. Mælt er með því að allir forskrái sig því þátttökugjaldið er lægra í forskráningu. Smelltu hér til að skrá þig.

Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði:

Hálfmaraþon - ræst kl.21:00
5 km hlaup - ræst kl.21:20
10 km hlaup - ræst kl.21:00

Að hlaupi loknu er öllum þátttakendum boðið frítt í sund í Laugardalslaug. Hleypt verður ofan í til kl.00:30 og þurfa allir að fara uppúr í síðasta lagi kl.01. 

Allar nánari upplýsingar um Miðnæturhlaup Suzuki má finna á www.marathon.is/midnaeturhlaup

midnight14

Arnar og Elín með forystu í stigakeppninni

Arnar Pétursson og Elín Edda Sigurðardóttir eru með forystu í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2017 þegar tveimur hlaupum af fimm er lokið.

Í karlaflokki er Arnar sem hefur unnið fyrstu tvö hlaupin með 30 stig og nokkuð örugga forystu. Í öðru sæti er Vignir Már Lýðsson með 19 stig og í því þriðja Þórólfur Ingi Þórsson með 12 stig. Í fjórða sæti með jafn mörg stig og Þórólfur er Kristinn Þór Kristinsson en þar sem hann tók ekki þátt í síðasta hlaupi raðast hann neðar.

Í kvennaflokki er Elín Edda Sigurðardóttir með 27 stig og forystu en hún var í öðru sæti í fyrsta hlaupinu og fyrsta sæti í öðru hlaupinu. Í öðru sæti er Helga Guðný Elíasdóttir með 22 stig og því þriðja Arndís Ýr Hafþórsdóttir. Arndís sigraði í fyrsta hlaupinu en tók ekki þátt í öðru.

Einnig er keppt í stigakeppni í sex aldursflokkum karla og kvenna. Smellið hér til að finna nánari upplýsingar.

Arnar og Elín Fjölnishlaup 2017 a-300x280