• Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 20.apríl 2017, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 102.sinn. Hlaupinn er 5 km hringur um miðbæ borgarinnar m.a. upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 25.maí 2017 fer Fjölnishlaupið fram í 28.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram kvöldið fyrir Jónsmessu þann 23.júní 2017. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 5.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2017 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 
 • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið

Nú eru 11 dagar í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem er síðasta hlaupið í Powerade mótaröðinni.

Efstu sætin eru nokkuð jöfn hjá konunum í stigakeppninni í ár en eins og staðan er í dag vermir Andrea Kolbeinsdóttir efsta sætið. Í karlaflokki er Arnar Pétursson með örugga forystu og gaman verður að sjá hvort hann haldi sama striki í Reykjavíkurmaraþoninu. Hægt er að sjá stöðuna í stigakepnninni hér.

Skráning er í fullum gangi og viljum við hvetja alla sem ekki eru þegar búnir að skrá sig að gera það áður en lokað verður fyrir netskráningu og verðið hækkar. Þú getur skráð þig í hlaupið hér.

Skráningarhátíðin þar sem hægt verður að skrá sig og sækja hlaupagögnin verður í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 20. ágúst og föstudaginn 21. ágúst frá 14-19.11216481 10153270420311768 4398358808858154640 o

 

 

Arnar og Andrea sigruðu í Ármannshlaupi Eimskips

Ármannshlaup Eimskips fór fram við frábærar aðstæður í sól og logni miðvikudagskvöldið 8.júlí. Hlaupið var ræst við Vöruhótel Eimskips í Sundahöfn og voru 465 skráðir til þátttöku. Arnar Pétursson sigraði í karlaflokki og Andrea Kolbeinsdóttir í kvennaflokki.

Sigurtími Arnars Péturssonar í karlaflokki var 32:22. Í öðru sæti var Hugi Harðarson á 34:54 og í því þriðja Valur Þór Kristjánsson á 35:19.

Andrea Kolbeinsdóttir sigraði í kvennaflokki á tímanum 37:39. Í öðru sæti var Marianne Kämpf frá Sviss á tímanum 39:18 og í því þriðja Helga Guðný Elíasdóttir á 39:49.

Nánari úrslit má finna hér á timataka.net.

Myndir frá hlaupinu eru komnar inná myndasíðu Ármenninga á flickr hér og hér.

armannshlaupid-2015