• Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 20.apríl 2017, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 102.sinn. Hlaupinn er 5 km hringur um miðbæ borgarinnar m.a. upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 25.maí 2017 fer Fjölnishlaupið fram í 28.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram kvöldið fyrir Jónsmessu þann 23.júní 2017. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 5.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2017 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 
 • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

Útdráttarverðlaun

Þegar öllum hlaupum í Powerade mótaröðinni er lokið er venjan veita útdráttarverðlaun sem í ár eru 12 talsins. Hlauparar sem taka þátt í öllum hlaupunum eiga meiri möguleika á að fá verðlaun þar sem þeir fá nafn sitt fimm sinnum í pottinn sem útdráttarverðlaunin eru dregin úr. Þeir sem taka þátt í fjórum hlaupum fara fjórum sinnum í pottinn o.s.fv.

Útdráttaverðlaunin eru gjafabréf frá Vífilfelli sem hafa verið send í pósti til verðlaunahafa.

Hér að neðan er listi yfir þá sem dregnir voru út:

Birta Ögn Elvarsdóttir

Birkir Einar Gunnlaugsson

Brimrún Eir Óðinsdóttir

Brynjar Viggósson

Flosi A. H. Kristjánsson

Helgi Már Erlingsson

Hörður Hinriksson

Íris Dóra Snorradóttir

Linda Heiðarsdóttir

Snæþór Aðalsteinsson

Þorsteinn Magnússon

Þóra Regína Þórarinsdóttir

Takk fyrir hlaupasumarið 2015

Nú er öllum Powerade sumarhlaupunum 2015 lokið. Síðasta hlaupið var eins og venjan er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem haldið var 22. ágúst í frábæru hlaupaveðri.

Að hlaupi loknu fengu þrír stigahæstu karlarnir og þrjár stigahæstu konurnar í Powerade Sumarhlaupunum 2015 verðlaun fyrir sinn árangur. Í karlaflokki var það Hugi Harðarson sem sigraði en í kvennaflokki var sigurvegarinn Andrea Kolbeinsdóttir. Hægt er að nálgast úrslit stigakeppninnar hér.

Sigurvegarar í aldursflokkum fá á allra næstu dögum sent gjafabréf frá Vífilfelli en þeir eru:

Karlar  Konur
18 ára og yngri    Helgi Tómas Helgason  Andrea Kolbeinsdóttir 
19-29 ára Hugi Harðarson Helga Guðný Elíasdóttir
30-39 ára Þórólfur Ingi Þórsson Gígja Gunnlaugsdóttir
40-49 ára Magnús Þór Arnarsson  Ingveldur H. Ingibergsdóttir 
50-59 ára Hannes Hrafnkelsson Helga Árnadóttir
60-69 ára Sigurjón Sigurbjörnsson  Ragna María Ragnarsdóttir 

Takk fyrir hlaupasumarið 2015, vonandi verða sem flestir með okkur aftur næsta sumar.

powerade-sigurvegarar-2015