• Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 5 km og 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

Ármannshlaup Eimskips framundan

Ármannshlaup Eimskips er 10 km götuhlaup og jafnframt fjórða og næst síðasta Powerade Sumarhlaupið 2017. Hlaupið fer fram miðvikudagskvöldið 5.júlí og er ræst kl.20.

Ármannshlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata og hraða braut þar sem margir hlauparar hafa náð sínum besta tíma. Ræsing og endamark er við Vöruhótel Eimskips í Sundahöfn.

Forskráningu lýkur þriðjudaginn 4. júlí kl. 17:00 eða daginn fyrir hlaup. Þátttökugjald er 2.300 krónur í forskráningu. Smelltu hér til að skrá þig. Skráning á hlaupadag miðvikudaginn 5. júlí verður á marksvæði frá kl. 17:00 og kostar hún 3.000 krónur. Skráningu á hlaupadegi lýkur kl. 19:30. Hægt er að sækja númer og flögur á hlaupadegi frá kl. 17:00 í afgreiðslu Vöruhótels Eimskips og þar til 30 mínútum fyrir ræsingu.

Smelltu hér til að finna nánari upplýsingar um Ármannashlaup Eimskips.

armannshlaupid

Vignir og Elín sigruðu í Miðnæturhlaupi Suzuki

Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í 25.sinn á föstudagskvöldið. Heildarfjöldi skráninga var 2826 sem er nýtt þátttökumet. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt í hlaupinu en þeir voru um 1300 frá 52 löndum. 

Boðið var uppá þrjár vegalengdir: 5 km, 10 km og hálft maraþon. Í 10 km hlaupinu sem er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sigruðu Vignir Már Lýðsson og Elín Edda Sigurðardóttir og hafa þau nú tekið forystu í stigakeppni mótaraðarinnarLisa Ring frá Svíþjóð setti nýtt brautarmet í hálfu maraþoni kvenna en hún hljóp á tímanum 1:23:46. 

Að hlaupi loknu var öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaug þangað sem flestir fóru til að láta þreytuna líða úr sér.

Fyrstu þrír karlar og konur í mark í hverri vegalengd fengu glæsileg verðlaun frá Suzuki, GÁP, WOW air, Powerade og Íþróttabandalagi Reykjavíkur í trjágöngunum við Þvottalaugarnar í Laugardalnum og voru þeir eftirfarandi í 10 km hlaupinu.

10 km karla

1. Vignir Már Lýðsson, Íslandi 00:34:50 
2. Rimvydas Alminas, Litháen 00:35:06
3. Kurt Michels, Bandaríkjunum 00:35:21

Vignir Már Lýðsson bætti sitt persónulega met með sigrinum en hann átti 35:01 best áður frá því í Fjölnishlaupinu í maí.

10km-kk

10 km kvenna

1. Elín Edda Sigurðardóttir, Íslandi 00:37:40
2. Ashlee Michels, Bandaríkjunum 00:42:03
3. Valgerður Dýrleif Heimisdóttir, Íslandi 00:42:54

Elín Edda Sigurðardóttir jafnaði brautarmet Arndísar Ýrar í 10 km hlaupi kvenna en hún kom á nákvæmlega sama tíma í mark í fyrra.

10km-kvk

Nánari úrslit úr Miðnæturhlaupi Suzuki má finna hér.