• Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 
 • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

Andrea og Ingvar sigurvegarar 2016

Andrea Kolbeinsdóttir og Ingvar Hjartarson sigruðu í stigkeppni Powerade Sumarhlaupanna 2016, Ingvar með 61 stig og Andrea með 63. Í öðru sæti í kvennaflokki var Arndís Ýr Hafþórsdóttir með 45 stig og í því þriðja Helga Guðný Elíasdóttir með 39 stig. Í karlaflokki var Hugi Harðarson í öðru sæti og Þórólfur Ingi Þórsson í því þriðja. Hugi og Þórólfur voru báðir með 52 stig en þar sem Hugi kom á undan í mark í Reykjavíkurmaraþoninu var hann í öðru sæti.

Þrír stigahæstu keppendur í karla- og kvennaflokki fengu verðlaunin sín afhend í Lækjargötu að loknu 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Stigahæstu keppendur í hverjum aldursflokki mega eiga von á að fá gjafabréf frá Vífilfelli í pósti á næstu dögum.

Aldursflokkasigurvegarar

Flokkur  Konur  Karlar 
18 ára og yngri  Andrea Kolbeinsdóttir  Andri Már Hannesson 
19-29 ára Helga Guðný Elíasdóttir  Ingvar Hjartarson 
30-39 ára Jóhanna Ólafs Garðar Hauksson
40-49 ára Hrafnhildur Tryggvadóttir  Þórólfur Ingi Þórsson 
50-59 ára Ingveldur H Ingibergsdóttir  Víðir Þór Magnússon 
60 ára og eldri  Anna Sigrún Björnsdóttir Sigurjón Sigurbjörnsson

Smellið hér til að skoða niðurstöðuna í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2016.

powerade-karlar

Þrír stigahæstu karlarnir í Powerade Sumarhlaupunum 2016
Frá vinstri: Hugi, Ingvar og Þórólfur

powerade-konur

Þrjár stigahæstu konurnar í Powerade Sumarhlaupunum 2016
Frá vinstri: Arndís Ýr, Andrea og Helga Guðný

 

Styttist í Reykjavíkurmaraþonið

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 20.ágúst er síðast Powerade Sumarhlaupið 2016. Hægt er að velja á milli sex mismundandi vegalengda í Reykjavíkurmaraþoninu en aðeins 10 km hlaupið gildir til stiga á mótaröðinni.

Rafræn skráning í hlaupið verður opin til kl.13 fimmtudaginn 18.ágúst. Einnig verður hægt að skrá sig á skráningarhátíð hlaupsins í Laugardalshöll 18. og 19.ágúst en þá er þátttökugjald hærra og því allir hvattir til að forskrá sig.

Smelltu hér til að skrá þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016.

Smelltu hér til að skoða lista yfir skráða þátttakendur.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2016.

hress