• Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 5 km og 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

Powerade Sumarhlaupin 2018

Frjálsíþróttafélögin í Reykjavík, Reykjavíkurmaraþon og Powerade standa saman að mótaröð hlaupa í sumar sem nefnist Powerade Sumarhlaupin. Mótaröðin var fyrst sett á laggirnar sumarið 2009 og er þetta því í tíunda sinn sem hún er haldin.

Powerade Sumarhlaupin 2018 eru:

VÍÐAVANGSHLAUP ÍR
Sumardaginn fyrsta 19.apríl, 5 km og 2,7 km skemmtiskokk

FJÖLNISHLAUP GAMAN FERÐA
10.maí, 10 km, 5 km og 1,4 km skemmtiskokk

MIÐNÆTURHLAUP SUZUKI
21.júní, 21,1 km – 10 km – 5 km

ÁRMANNSHLAUP EIMSKIPS
4.júlí, 10 km

REYKJAVÍKURMARAÞON ÍSLANDSBANKA
18.ágúst, 42,2 km – 21,1 km – 10km – skemmtiskokk – krakkahlaup

Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Í öllum hlaupunum verða Powerade drykkjarstöðvar, verðlaun og aðgöngumiðar í sund.

Elín og Arnar stigameistarar 2017

Sigurvegarar í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna 2017 voru þau Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson. 

Stigahæstu karlar

1. Arnar Pétursson, 45 stig
2. Vignir Már Lýðsson, 34 stig
3. Þórólfur Ingi Þórsson, 24 stig

Stigahæstu konur

1. Elín Edda Sigurðardóttir, 54 stig
2. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 39 stig
3. Helga Guðný Elíasdóttir, 26 stig

Smellið hér til að skoða heildarniðurstöðu stigakeppninnar.

Stigahæstu hlaupararnir fengu verðlaunin sín afhent í Lækjargötu að loknu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Sigurvegarar í aldursflokkum fá sent gjafabréf frá Powerade í september.

karlar-2017

konur-2017