• Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 25.maí 2017 fer Fjölnishlaupið fram í 28.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram kvöldið fyrir Jónsmessu þann 23.júní 2017. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 5.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2017 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 
 • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 20.apríl 2017, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 102.sinn. Hlaupinn er 5 km hringur um miðbæ borgarinnar m.a. upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

Arndís og Þórólfur sigruðu í Fjölnishlaupinu

Fjölnishlaupið, annað Powerade sumarhlaupið af fimm, fór fram 26.maí við Grafarvogslaug. Þátttakendur fengu fínt hlaupaveður, lítilsháttar rigningu og stillt veður.

Í 10 km hlaupinu sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, kvennaflokkinn á tímanum 38:21, Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR, varð önnur á tímanum 39:15 og Helga Guðný Elíasdóttir, Fjölni, varð þriðja á tímanum 41:29. Þórólfur Ingi Þórsson, ÍR, sigraði karlaflokkinn á tímanum 34:09, Hugi Harðarson, Fjölni, var í öðru sæti á persónulegi meti 34:21 og Ingvar Hjartarson, Fjölni, varð þriðji á tímanum 35:25.

Sigurvegarar í skemmtiskokki voru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR, og Mikael Daníel Guðmarsson, ÍR.

Heildarúrslit og úrslit í einstökum aldursflokkum má finna á hlaup.is.

fjolnishlaup-sigurvegarar-2016

Fjölnishlaupið næst á dagskrá

Næsta hlaup á dagskrá Powerade Sumarhlaupanna 2016 er Fjölnishlaupið sem fram fer í Grafarvoginum fimmtudaginn 26.maí næstkomandi. Fjölnishlaupið er annað hlaupið af fimm á mótaröðinni en þetta er í 28.sinn sem það fer fram.

Í Fjölnishlaupinu er hægt að velja um að hlaupa 10 km eða 1,4 km skemmtiskokk. Báðar vegalengdir eru með tímatöku en aðeins 10 km gilda til stiga í stigakeppni Powerade Sumarhlaupanna.

Hlaupaleiðin í 10 km hlaupinu er örlítið breytt frá fyrri árum en eins og áður löglega mæld og afrek því tekin gild í afrekaskrá FRÍ. Sjá kort hér.

Skráning er hafin á hlaup.is og verður opin til miðnættis miðvikudaginn 25.maí.

Smelltu hér til að finna nánari upplýsingar um Fjölnishlaupið 2016.

fjolnishlaupid