• Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 25.maí 2017 fer Fjölnishlaupið fram í 28.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram kvöldið fyrir Jónsmessu þann 23.júní 2017. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 5.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2017 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 
 • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 20.apríl 2017, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 102.sinn. Hlaupinn er 5 km hringur um miðbæ borgarinnar m.a. upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

Metþátttaka í Olíshlaupi Fjölnis

Vinningshafa í Olíshlaupi FjölnisOlíshlaup Fjölnis fór fram í 21. sinn í Grafarvoginum í dag. Hlaupið er hluti af Powerade mótaröðinni og var það annað hlaupið í röðinni af fimm þetta sumarið. Metþátttaka var í 10 km hlaupinu eða tæplega 200 keppendur. Aðstæður voru frábærar enda með eindæmum gott veður.

Það var Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni sem sigraði í kvennaflokki á sínum besta tíma eða 36,59 mínútum. Fyrra persónulega met hennar í 10 km götuhlaupi var 37,25 sem sett var í Gamlárshlaupi ÍR 2005. Í öðru sæti var Arndís Ýr Hafþórsdóttir á tímanum 38,22 og Sif Jónsdóttir í því þriðja á 44,00.

Fjölnismaðurinn Jósep Magnússon sigraði í karlaflokki Olíshlaupsins á 35,23. Fast á hæla hans komu þeir Sigurður Hansen á 36,01 og Örn Gunnarsson á 46,47.

Meðfylgjandi mynd er af sigurvegurum hlaupsins. Nánari úrslit má finna á hlaup.com.

Þau Jósep Magnússon og Arndís Ýr Hafþórsdóttir eru með forystu á stigalista Powerade mótaraðarinnar eftir fyrstu tvö hlaupin af fimm. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um stigakeppni mótaraðarinnar.

Olíshlaup Fjölnis framundan

Næsta hlaup á Powerade mótaröðinni er 21. Olíshlaup Fjölnis. Hlaupið verður ræst á Fjölnisvellinum í Grafarvogi fimmtudaginn 21.maí (Uppstigningadag) kl. 11.00.

Hlaupavegalengdir eru 10 km og 1,8 km skemmtiskokk . 10 km hlaupið gildir til stiga á Powerade mótaröðinni þar sem sigurvegarar hljóta glæsilega ferðavinninga frá Iceland Express. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um stigakeppni Powerade mótaraðarinnar.

Skráning í Olíshlaup Fjölnis fer fram á hlaup.com og í anddyri Grafarvogslaugar frá kl. 9.30 á hlaupdegi.  Allir keppendur fá þátttökuverðlaun og frítt í sund í Grafarvogslaug. Auk þess eru veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum vegalengdum hlaupsins og fyrsta sæti í hverjum aldursflokki. Nánari upplýsingar um Olíshlaup Fjölnis má finna hér.

Allir sem taka þátt í tveimur eða fleiri hlaupum á Powerade mótaröðinni eiga möguleika á að vinna útdráttarverðlaun sem dregin verða út í Reykjavíkurmaraþoni 22.ágúst. Vinningsmöguleikarnir aukast eftir því sem tekið er þátt í fleiri hlaupum.