• Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 21.júní 2018 á Sumarsólstöðum. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 4.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2018 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 
 • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 19.apríl 2018, fer Víðavangshlaup ÍR fram í 103.sinn. Boðið er uppá 5 km hlaup og 2,7 km skemmtiskokk í miðbæ Reykjavíkur. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 10.maí 2018 fer Fjölnishlaupið fram í 29.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin er skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig er hægt að velja 5 km og 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

Björn og Fríða Rún með forystu

Tveimur hlaupum af fimm er lokið á Powerade mótaröð sumarsins. Eftir fyrstu tvö hlaupin eru þau Fríða Rún Þórðardóttir og Björn Margeirsson með forystu í stigakeppni mótaraðarinnar.

Í kvennaflokki er Hrönn Guðmundsdóttir í öðru sæti og Íris Anna Skúladóttir í því þriðja. Jósep Magnússon er í öðru sæti í karlaflokki og með jafn mörg stig í þriðja sæti er Þorbergur Ingi Jónsson.

Auk stigakeppni í karla- og kvennaflokki er stigakeppni í fimm aldursflokkum karla og kvenna. Smellið hér til að skoða stöðuna í stigakeppni Powerade mótaraðarinnar 2010.

189 luku 10 km í Fjölnishlaupinu

Annað hlaupið á Powerade mótaröðinni 2010, Fjölnishlaupið, fór fram í Grafarvogi í kvöld. Þátttakendur fengu frábært hlaupaveður, smá rigningarúða og engan vind.

Hlaupið var ræst kl.20:00 og kom Björn Margeirsson fyrstur í mark á tímanum 34,52 mínútur. Annar var Jósep Magnússon og þriðji Sigurður Hansen. Í kvennaflokki sigraði Fríða Rún Þórðardóttir 39,09 mínútum. Önnur var Hrönn Guðmundsdóttir á tímanum 41,55 mínútur og þriðja Eva Margrét Einarsdóttir á 42,10.

Nánari úrslit má finna á hlaup.com eða með því að smella hér.

Alls luku 189 hlauparar 10 km vegalengdinni en það eru aðeins fleiri heldur en í fyrra. Einnig var boðið uppá 1,8 km skemmtiskokk þar sem þátttökufjöldi var svipaður og í fyrra eða 63.