• Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

  Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst. Búast má við að um 15 þúsund manns taki þátt í hlaupinu en hægt er að velja fimm mismunandi vegalengdir. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Víðavangshlaup ÍR

  Á sumardaginn fyrsta, 20.apríl 2017, fór Víðavangshlaup ÍR fram í 102.sinn. Hlaupinn var 5 km hringur um miðbæ borgarinnar m.a. upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.
 • Fjölnishlaup Gaman Ferða

  Þann 25.maí 2017 fór Fjölnishlaupið fram í 28.sinn í Grafarvoginum. Hlaupin var skemmtileg 10 km leið um Grafarvog en einnig var hægt að velja 1,4 km skemmtiskokk. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 • Miðnæturhlaup Suzuki

  Miðnæturhlaup Suzuki fer fram kvöldið fyrir Jónsmessu þann 23.júní 2017. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

 • Ármannshlaup Eimskips

  Að kvöldi 5.júlí fer Ármannshlaup Eimskips 2017 fram. Hlaupið er frá Sundagörðum að Hörpu og til baka á flatri og hraðri braut sem hentar vel til bætinga. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar. 

Jósep og Arndís Ýr sigurvegarar á Powerade mótaröðinni

Þau Jósep Magnússon og Arndís Ýr Hafþórsdóttir sigruðu í stigakeppni Powerademótaraðarinnar sumarið 2009. Jósep og Arndís Ýr fengu verðlaun sín afhent í Lækjargötunni eftir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 22.ágúst síðastliðinn. Í verðlaun fengu þau flugmiða frá Iceland Express, glæsilegan bikar og Powerade til að svala þorstanum.

Í kvennaflokki varð Íris Anna Skúladóttir í öðru sæti og Margrét Elíasdóttir í því þriðja.  Sigurður Böðvar Hansen varð í öðru sæti í karlaflokki og Birkir Marteinsson í því þriðja. Fjórmenningarnir fengu í verðlaun hlaupaskó frá Asics, verðlaunagrip og Powerade til að svala þorstanum. Smellið hér til að skoða nánar stigakeppni Powerade mótaraðarinnar sumarið 2009.

Hlauparar sem tóku þátt í fleiru en einu hlaupi á Powerade mótaröðinni í sumar fóru í útdráttarpott. Í verðlaun var Powerade ásamt einum flugmiða frá Iceland Express. Það var Hólmfríðar Ása Guðmundsdóttir sem var svo heppin að vinna flugmiðann.

Mjög góð þátttaka var í öllum hlaupunum fimm á Powerade mótaröðinni í sumar og er stefnt að því að endurtaka leikinn á næsta ári. Hlaupurum eru sendar bestu þakkir fyrir góðar viðtökur.

Reykjavíkurmaraþonið framundan

Síðasta hlaupið á Powerade mótaröðinni þetta sumarið, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, fer fram í miðborginni laugardaginn 22.ágúst næstkomandi. Hægt er að velja um fimm vegalengdir; maraþon, hálft maraþon, 10 km hlaup með tímatöku, skemmtiskokk og Latabæjarhlaup. Það er 10 km hlaupið sem gildir til stiga á mótaröðinni.


Forskráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka lýkur á miðnætti á miðvikudag. Eftir það verður hægt að skrá sig á skráningarhátíð í Laugardalshöll en þangað þurfa allir þátttakendur að koma til að sækja keppnisgögn sín.


Efstu þrír hlaupararnir í stigakeppni Powerade mótaraðarinnar fá afhent glæsileg verðlaun í Lækjargötunni á laugardaginn. Sigurvegararnir fá flugmiða frá Iceland Express og hlauparar í öðru og þriðja sæti fá Asics hlaupaskó. Einnig eiga allir sem tekið hafa þátt í hlaupum á Powerade mótaröðinni í sumar möguleika á að vinna skemmtilegt útdráttarverðlaun frá Powerade sem einnig verða afhent í Lækjargötunni.


Þau Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Sigurður Böðvar Hansen eru með forystu á Powerade mótaröðinni fyrir síðasta hlaupið. Smellið hér til að skoða nánar stöðuna í stigakeppni mótaraðarinnar.