Heim flag

 • 20.júní 2019 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og sjöunda sinn fimmtudagskvöldið 20. júní 2019. Hægt er að velja á milli þriggja vegalengda. Forskráning í hlaupið hefst í janúar 2019.
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram á bjartasta tíma ársins á Íslandi. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Laugardalshöll og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.
 • Powerade Sumarhlaupin

  Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.

Næstu hlaup

Miðnæturhlaupið hefur farið fram í Laugardalnum dagana í kringum Jónsmessu og Sumarsólstöður síðan 1993.

Næstu hlaup eru:

Miðnæturhlaup Suzuki 2018 - fimmtudagskvöldið 21.júní 

Miðnæturhlaup Suzuki 2019 - fimmtudagskvöldið 20.júní

Skráning í 2018 hlaupið hefst föstudaginn 12.janúar 2018. Upplýsingar um þátttökugjöld, dagskrá og fleira verða aðgengilegar hér á marathon.is í byrjun janúar.

start-2017

Brautarmet og þátttökumet í Miðnæturhlaupi Suzuki

Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í 25.sinn í kvöld. Lisa Ring frá Svíþjóð setti nýtt brautarmet í hálfu maraþoni kvenna en hún hljóp á tímanum 1:23:46. Heildarfjöldi skráninga var 2826 sem er nýtt þátttökumet. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt í hlaupinu en þeir voru um 1300 frá 52 löndum.

Fyrstu þrír karlar og konur í mark í hverri vegalengd fengu glæsileg verðlaun frá Suzuki, Adidas, WOW air, Powerade og Íþróttabandalagi Reykjavíkur í trjágöngunum við Þvottalaugarnar í Laugardalnum og voru þeir eftirfarandi.

21 km karla
1. Lawrence Avery, UK 01:15:08
2. Xavi Martínez Masana, Spáni 01:19:11
3. Kevin McCloy, Írlandi 01:20:31

Fyrsti Íslendingur í mark í hálfu maraþoni karla var Reimar Snæfells Pétursson á tímanum 01:24:03.

21 km kvenna
1. Lisa Ring, Svíþjóð 01:23:46
2. Molly Smith, Bandaríkjunum 01:27:32
3. Kim Baxter, UK 01:28:47

Sigurvegarinn í hálfu maraþoni kvenna, Lisa Ring, kom í mark á nýju brautarmeti en gamla metið á Katie Jones frá Bretlandi og var það 1:27:58. Fyrsta íslenska kona í mark var Sigrún Sigurðardóttir á tímanum á tímanum 01:28:47.

10 km karla
1. Vignir Már Lýðsson, Íslandi 00:34:50
2. Rimvydas Alminas, Litháen 00:35:06
3. Kurt Michels, Bandaríkjunum 00:35:21

Vignir Már Lýðsson bætti sitt persónulega met með sigrinum en hann átti 35:01 best áður frá því í Fjölnishlaupinu í maí.

10 km kvenna
1. Elín Edda Sigurðardóttir, Íslandi 00:37:40
2. Ashlee Michels, Bandaríkjunum 00:42:03
3. Valgerður Dýrleif Heimisdóttir, Íslandi 00:42:54

Elín Edda Sigurðardóttir jafnaði brautarmet Arndísar Ýrar í 10 km hlaupi kvenna en hún kom á nákvæmlega sama tíma í mark í fyrra.

5 km karla
1. Þórólfur Ingi Þórsson, Íslandi 00:16:12
2. Vilhjálmur Þór Svansson, Íslandi 00:16:52
3. Andri Már Hannesson, Íslandi 00:16:55

Þórólfur var í öðru sæti í 5 km hlaupi karla árið 2015 á tímanum 16:25 en sigraði í ár á nýju persónulegu meti 16:12.

5 km kvenna
1. Íris Anna Skúladóttir, Íslandi 00:18:36
2. Rannveig Oddsdóttir, Íslandi 00:19:26
3. Hulda Guðný Kjartansdóttir, Íslandi 00:19:34

Tími Írisar Önnu er annar besti tími sem náðst hefur í 5 km hlaupi kvenna í Miðnæturhlaupi Suzuki.

Smellið hér til að skoða heildarúrslit hlaupsins.  

Á Facebook og Instagram eru myndir af hressum og glöðum hlaupurum og munu fleiri bætast við eftir helgina. Á næstu dögum verður einnig hægt að kaupa myndir frá hlaupinu á hlaup.is. Hvetjum þau sem deildu myndum úr hlaupinu á Instagram að merkja þær með @midnightrunis og #midnightruniceland. Þrír heppnir myndasmiðir fá 10.000 kr gjafabréf sem hægt er að nota sem greiðslu uppí þátttökugjöld í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur sem gildir í þrjú ár.

start-2017

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.