Heim flag

 • 20.júní 2019 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og sjöunda sinn fimmtudagskvöldið 20. júní 2019. Hægt er að velja á milli þriggja vegalengda. Forskráning í hlaupið hefst í janúar 2019.
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram á bjartasta tíma ársins á Íslandi. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Laugardalshöll og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.
 • Powerade Sumarhlaupin

  Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.

Miðnæturhlaup Suzuki 2013

Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og fyrsta sinn þann 24. júní 2013. Skráning mun fara fram hér á marathon.is og hefst hún 9. janúar næstkomandi.

Miðnæturhlaup fer fram að kvöldi Jónsmessu og er það yndisleg upplifun að hlaupa undir miðnætursólinni. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.

Verðskrá fyrir Miðnæturhlaup Suzuki 2013 hefur ekki verið birt en hana verður hægt að finna á valstikunni vinstra megin á síðunni þegar nær dregur opnun netskráningar, auk upplýsinga um skráningu, dagskrá og annað.

Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þig vantar frekar upplýsingar um Miðnæturhlaup Suzuki.

Vel heppnað Miðnæturhlaup Suzuki 2012

Þann 21. júní 2012 fór Miðnæturhlaup Suzuki fram í blíðskapar veðri undir miðnætursól. Var þetta tuttugasta Miðnæturhlaupið og var stórafmælisárinu fagnað með nýju nafni, nýrri vegalengd og nýjum hlaupaleiðum ásamt metþáttöku. 

Alls voru 1.990 þátttakendur skráðir til leiks en fyrra þátttökumet var um 1.500 hlauparar. Mestur var fjöldinn í 5 km eða 1.028 manns. Í 10 km tóku þátt 803 og í fyrsta hálfmaraþoni Miðnæturhlaups voru 159 hlauparar.

Það voru þau Þorbergur Ingi Jónsson og Melkorka Árný Kvaran sem sigruðu í hálfmaraþoni. Þorbergur Ingi var að bæta tíma sinn og var Melkorka Árný nokkuð nálægt sínum besta tíma. Í karlaflokki var Arnar Pétursson í öðru sæti á sínum besta tíma og bretinn Andrew James Whittingham í því þriðja. Í kvennaflokki var Guðrún Bergsteinsdóttir í öðru sæti á tíma nokkuð nálægt sínum besta og Ragnheiður Sara var í þriðja sæti í sínu fyrsta hálfmaraþoni. 

Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Björn Margeirsson voru sigurvegarar í 10 km hlaupi. Í kvennaflokki var síðan Fríða Rún Þórðardóttir í öðru sæti og Eva Margrét Einarsdóttir í því þriðja. Tómas Zoëga Geirsson var í öðru sæti í karlaflokki og Ingvar Hjartarson í því þriðja. 

Í 5 km hlaupi sigruðu þau Sæmundur Ólafsson og Helga Guðmundsdóttir. Sæmundur var að bæta sinn besta tíma líkt og Ármann Eydal Albertsson sem var í öðru sæti í karlaflokki. Í þriðja sæti í karlaflokki var Þórólfur Ingi Þórsson. Í kvennaflokki var Tinna Sigurðardóttir í öðru sæti og í því þriðja Barbara Björnsdóttir. 

Allt gekk að óskum hjá aðstandendum hlaupsins og ekki var annað að sjá en að hlauparar stefndu sveittir og sælir í afslöppun í Laugardalslauginni að hlaupi loknu.

Smelltu hér til að skoða heildarúrslit hlaupsins og smelltu hér til að skoða myndir frá hlaupinu. 

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar.