Heim flag

 • 20.júní 2019 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og sjöunda sinn fimmtudagskvöldið 20. júní 2019. Hægt er að velja á milli þriggja vegalengda. Forskráning í hlaupið hefst í janúar 2019.
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram á bjartasta tíma ársins á Íslandi. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Laugardalshöll og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.
 • Powerade Sumarhlaupin

  Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.

Skráning hefst á morgun

Skráning í öll hlaupin þrjú á vegum Reykjavíkurmaraþons hefst á morgun, miðvikudaginn 9. janúar hér á marathon.is. Hlaupin sem um ræðir eru auk Miðnæturhlaups Suzuki, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og Laugavegshlaupið.

Miðnæturhlaup Suzuki 2013 fer fram 24. júní. Miðnæturhlaup fagnaði tuttugu ára afmæli sínu í fyrra og var að því tilefni kynnt til sögunnar ný leið, hálfmaraþon. Auk þess var farnar nýjar leiðir í hinum vegalengum tveimur, 10 og 5 km hlaupi. Þessar leiðir mældust allar vel fyrir hjá þátttakendum sem hafa aldrei verið fleiri en í fyrra, eða tæpir 2.000 talsins.

Þessar skemmtilegu leiðir sem allar hafa upphaf og endi í Laugardalnum verða með sama sniði í ár og hvetjum við þig til að hlaupa inn í sumarnóttina undir miðnættursól.

Skráðu þig strax á morgun!

Sett verður inn ný frétt og skráningarhnappurinn hér til hægri virkjaður um leið og skráningin hefst. Einnig verða hlauparar látnir vita með skilaboðum á facebook.

Jólagjöfin í ár - gjafabréf Reykjavíkurmaraþons

Átt þú ennþá eftir að kaupa jólagjafir?

Málið er leyst.

Reykjavíkurmaraþon kynnir til sögunnar jólagjöfina í ár, gjafabréf í hlaup á vegum Reykjavíkurmaraþons.

Gjafabréfið gildir sem greiðsla í Miðnæturhlaup Suzuki, Laugavegshlaup og/eða Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Skráning í hlaupin hefst hér á heimasíðu Reykjavíkurmaraþons þann 9. janúar næstkomandi og þá verður hægt að greiða þátttökugjald með gjafabréfum. Gjafabréfin gilda í fjögur ár frá útgáfudegi.

Smelltu hér til að festa kaup á gjafabréfi/um.

Smelltu hér til að lesa allar upplýsingar um gjafabréf Reykjavíkurmaraþons.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar.