Heim flag

 • 20.júní 2019 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og sjöunda sinn fimmtudagskvöldið 20. júní 2019. Hægt er að velja á milli þriggja vegalengda. Forskráning í hlaupið hefst í janúar 2019.
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram á bjartasta tíma ársins á Íslandi. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Laugardalshöll og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.
 • Powerade Sumarhlaupin

  Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.

Skráning gengur vel

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í 21.sinn að kvöldi 24.júní í Laugardalnum í Reykjavík.

Skráning í hlaupið gengur vel og hafa nú um 400 hlauparar skráð sig til þátttöku en það eru um 40% fleiri en á sama tíma í fyrra. Tæplega 200 erlendir þátttakendur frá 25 löndum hafa skráð sig í hlaupið og er það metþátttaka erlendis frá.

Forskráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 23.júní. Einnig verður hægt að skrá sig á hlaupdag í Skautahöllinni í Laugardal en athugið að þá er þátttökugjaldið hærra.

Smelltu hér til að skrá þig í Miðnæturhlaup Suzuki 24.júní 2013 og hér til að skoða dagskrá hlaupdags.

Vikukort í líkamsrækt

Hlauparar í Miðnæturhlaupi Suzuki 2013 hlaupa framhjá líkamsræktarstöðvunum Hreyfingu og World Class. Báðar stöðvar bjóða öllum hlaupurum vikukort í líkamsrækt gegn framvísun hlaupnúmers.

Í World class verður hlaupnúmerið stimplað en í Hreyfingu þarf að skila hlaupnúmerinu inn. Hlauparar geta því nýtt sér þetta frábæra tilboð á báðum stöðum.

Þökkum World class og Hreyfingu fyrir glæsilega gjöf og vonum að hún komi að góðum notum hjá hlaupurum.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.