Heim flag

 • 20.júní 2019 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og sjöunda sinn fimmtudagskvöldið 20. júní 2019. Hægt er að velja á milli þriggja vegalengda. Forskráning í hlaupið hefst í janúar 2019.
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram á bjartasta tíma ársins á Íslandi. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Laugardalshöll og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.
 • Powerade Sumarhlaupin

  Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.

Dagskrá hlaupdags

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram að kvöldi Jónsmessu 24.júní 2013. Eftirfarandi er dagskrá hlaupdags.

kl. 16:00 
Skráning og afhending gagna opnar í Skautahöllinni í Laugardal - lokar 30 mín fyrir hvert hlaup
kl. 21:20
Hálfmaraþon ræst á Engjavegi ofan við bílastæði Skautahallar
kl. 21:50
5 km hlaupið ræst á Engjavegi ofan við bílastæði Skautahallar
kl. 22:00
10 km hlaupið ræst fyrir framan Íþróttamiðstöðina í Laugardal
kl. 00:00
Hætt að hleypa ofan í Laugardalslaug
kl. 00:30
Laugardalslaug lokað

Smellið hér til að skoða kort með nánari staðsetningum rásmarka.

Verðlaunaafhending verður á marksvæðinu sem er í trjágöngunum við gömlu þvottalaugarnar um leið og úrslit liggja fyrir.

Hlauparar eru hvattir til að leggja við Laugardalsvöll því engin truflun verður á umferð um Reykjaveg. Einnig er hægt að leggja við Laugardalshöll og Skautahöll en þar verða lokanir að hluta til um kvöldið og því ekki alltaf hægt að keyra að og frá. Hér má nálgast upplýsingar um lokanir á götum og truflun á umferð á meðan hlaupið fer fram.

Culiacan býður afslátt

Veitingastaðurinn Culiacan á Suðurlandsbraut 4a er með á boðstólnum fjölbreytta rétti sem eru sérsniðnir fyrir hlaupara og annað íþróttafólk. Allir þátttakendur í Miðnæturhlaupi Suzuki fá 15% afslátt á veitingastaðnum gegn framvísun afsláttarmiða sem afhendur er með hlaupagögnum í Skautahöllinni fyrir hlaup. Þá gefur Culiacan einnig fyrstu þremur körlum og þremur konum í öllum vegalengdum gjafabréf sem gildir sem máltíð að eigin vali á veitingastaðnum.

Eins og áður hefur verið kynnt bjóða bæði World Class og Hreyfing Heilsulind þátttakendum frítt vikukort í líkamsrækt. Smellið hér til að kynna ykkur tilboðið nánar.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.