Heim flag

 • 20.júní 2019 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og sjöunda sinn fimmtudagskvöldið 20. júní 2019. Hægt er að velja á milli þriggja vegalengda. Forskráning í hlaupið hefst í janúar 2019.
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram á bjartasta tíma ársins á Íslandi. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Laugardalshöll og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.
 • Powerade Sumarhlaupin

  Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.

Instagram myndaleikur

Allir þátttakendur eru hvattir til að deila upplifun sinni af hlaupinu með öðrum með því að merkja myndir á Instagram með @midnightrunis og #midnightruniceland. Þrír heppnir myndasmiðir fá 10.000 kr gjafabréf sem hægt er að nota sem greiðslu uppí þátttökugjöld í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur sem gildir í þrjú ár.

Midnaeturhlaup-facebook-002

mhs-instagram

Fríðindi fyrir hlaupara

Miðnæturhlaup Suzuki á marga góða samstarfsaðila og ætla nokkrir þeirra að bjóða þátttakendum í hlaupinu sérkjör.

Adidas - 20% afsláttur
Á adidas.is fá hlauparar 20% afslátt af öllum vörum með því að nota afsláttarkóðann night18. Afslátturinn gildir til og með 30.júní. Athugið að til að kóðinn virki þarf að byrja á því að innskrá sig á adidas.is.

Garmin - 15% afsláttur
Garmin býður 15% afslátt af öllum hlaupa- og heilsuúrum á garmin.is með afsláttarkóðanum night18. Það eru öll Garmin úr í flokknum Hreyfing og heilsa og flokknum Hlaupið. Afslátturinn gildir til og með 30.júní á garmin.is.

Rebook Fitness - frítt vikukort
Rebook Fitness býður öllum hlaupurum í Miðnæturhlaupi Suzuki 2018 frítt vikukort í líkamsrækt. Rebook Fitness er með líkamsræktarstöðvar á sjö stöðum á höfuðborgarsvæðinu og hafa korthafar einnig aðgang að þremur sundlaugum. Þetta boð gildir út ágúst og þarf að skila inn hlaupnúmerinu í afgreiðslu einhverrar stöðvar Rebook Fitness til að fá aðgang.

midnight14

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar.