Heim flag

 • 21.júní 2018 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og sjötta sinn fimmtudagskvöldið 21. júní 2018. Hægt er að velja á milli þriggja vegalengda. Skráning hefst haustið 2017.
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram á bjartasta tíma ársins á Íslandi. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Laugardalshöll og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.
 • Powerade Sumarhlaupin

  Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.

Culiacan býður afslátt

Veitingastaðurinn Culiacan á Suðurlandsbraut 4a er með á boðstólnum fjölbreytta rétti sem eru sérsniðnir fyrir hlaupara og annað íþróttafólk. Allir þátttakendur í Miðnæturhlaupi Suzuki fá 15% afslátt á veitingastaðnum gegn framvísun afsláttarmiða sem afhendur er með hlaupagögnum í Skautahöllinni fyrir hlaup. Þá gefur Culiacan einnig fyrstu þremur körlum og þremur konum í öllum vegalengdum gjafabréf sem gildir sem máltíð að eigin vali á veitingastaðnum.

Eins og áður hefur verið kynnt bjóða bæði World Class og Hreyfing Heilsulind þátttakendum frítt vikukort í líkamsrækt. Smellið hér til að kynna ykkur tilboðið nánar.

Skráning gengur vel

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í 21.sinn að kvöldi 24.júní í Laugardalnum í Reykjavík.

Skráning í hlaupið gengur vel og hafa nú um 400 hlauparar skráð sig til þátttöku en það eru um 40% fleiri en á sama tíma í fyrra. Tæplega 200 erlendir þátttakendur frá 25 löndum hafa skráð sig í hlaupið og er það metþátttaka erlendis frá.

Forskráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 23.júní. Einnig verður hægt að skrá sig á hlaupdag í Skautahöllinni í Laugardal en athugið að þá er þátttökugjaldið hærra.

Smelltu hér til að skrá þig í Miðnæturhlaup Suzuki 24.júní 2013 og hér til að skoða dagskrá hlaupdags.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.