Heim flag

 • 21.júní 2018 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og sjötta sinn fimmtudagskvöldið 21. júní 2018. Hægt er að velja á milli þriggja vegalengda. Skráning hefst í janúar 2018.
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram á bjartasta tíma ársins á Íslandi. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Laugardalshöll og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.
 • Powerade Sumarhlaupin

  Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.

Góð skráning í Miðnæturhlaup Suzuki

Miðnæturhlaup Suzuki verður haldið í 21.sinn í kvöld. Skráning í hlaupið gengur vel og hefur þegar verið slegið þátttökumet í fjölda hlaupara í hálfmaraþoni og fjölda erlendra þátttakenda. Opið verður fyrir skráningu í Skautahöllinni í Laugardal þangað til 30 mínútum fyrir ræsingu hverrar vegalengdar í kvöld.

Hlauparar eru hvattir til að leggja við Laugardalsvöll því engin truflun verður á umferð um Reykjaveg. Einnig er hægt að leggja við Laugardalshöll og Skautahöll en þar verða lokanir að hluta til um kvöldið og því ekki alltaf hægt að keyra að og frá. Einnig eru stæði við TBR húsið við Gnoðarvog og uppi á Suðurlandsbraut sem tilvalið er að nýta sér. Hér má nálgast upplýsingar um lokanir á götum og truflun á umferð á meðan hlaupið fer fram.

Vonandi njóta allir kvöldsins og eiga góða stund í Laugardalslauginni að hlaupi loknu. Smellið hér til að skoða dagskrá kvöldsins.

midnight

Skráningu lýkur á mánudag

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í Laugardalnum mánudaginn 24.júní. Forskráning er nú í fullum gangi hér á marathon.is og verður opin til kl.11 á mánudag 24.júní. Athugið þó að síðasti dagur til að skrá og greiða með millifærslu er laugardagurinn 22.júní eftir það verður aðeins hægt að greiða með greiðslukortum í forskráningu.

Hlauparar eru hvattir til að forskrá sig og borga þannig lægra þátttökugjald. Smelltu hér til að skrá þig.

Skráningargögn verða afhent í Skautahöllinni í Laugardal á mánudag frá kl.16 og þar til 30 mínútum fyrir ræsingu hverrar vegalengdar.

mhs 2

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.