Heim flag

 • 23.júní 2017 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og fimmta sinn föstudagskvöldið 23. júní 2017. Hægt er að velja á milli þriggja vegalengda.  Skráning í hlaupið hefst í janúar 2017. 
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram að kvöldi Jónsmessu. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík. Smelltu hér til að skoða dagskrá.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Skautahöllinni í Laugardal og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.
 • Powerade Sumarhlaupin

  Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.

Jólagjöfin í ár - gjafabréf Reykjavíkurmaraþons

Átt þú ennþá eftir að kaupa jólagjafir?

Málið er leyst.

Reykjavíkurmaraþon kynnir til sögunnar jólagjöfina í ár, gjafabréf í hlaup á vegum Reykjavíkurmaraþons.

Gjafabréfið gildir sem greiðsla í Miðnæturhlaup Suzuki, Laugavegshlaup og/eða Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Skráning í hlaupin hefst hér á heimasíðu Reykjavíkurmaraþons þann 9. janúar næstkomandi og þá verður hægt að greiða þátttökugjald með gjafabréfum. Gjafabréfin gilda í fjögur ár frá útgáfudegi.

Smelltu hér til að festa kaup á gjafabréfi/um.

Smelltu hér til að lesa allar upplýsingar um gjafabréf Reykjavíkurmaraþons.

Miðnæturhlaup Suzuki 2013

Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og fyrsta sinn þann 24. júní 2013. Skráning mun fara fram hér á marathon.is og hefst hún 9. janúar næstkomandi.

Miðnæturhlaup fer fram að kvöldi Jónsmessu og er það yndisleg upplifun að hlaupa undir miðnætursólinni. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.

Verðskrá fyrir Miðnæturhlaup Suzuki 2013 hefur ekki verið birt en hana verður hægt að finna á valstikunni vinstra megin á síðunni þegar nær dregur opnun netskráningar, auk upplýsinga um skráningu, dagskrá og annað.

Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þig vantar frekar upplýsingar um Miðnæturhlaup Suzuki.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.