Heim flag

 • 23.júní 2017 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og fimmta sinn föstudagskvöldið 23. júní 2017. Hægt er að velja á milli þriggja vegalengda.  Skráning í hlaupið hefst í janúar 2017. 
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram að kvöldi Jónsmessu. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík. Smelltu hér til að skoða dagskrá.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Skautahöllinni í Laugardal og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.
 • Powerade Sumarhlaupin

  Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.

Mikil ánægja með hlaupið

Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í fimmtudaginn 23.júní síðastliðinn. Gaman er að segja frá því að samkvæmt niðurstöðu viðhorfskönnunar voru þátttakendur mjög ánægðir með hlaupið og gáfu því góða einkunn. 97% allra þátttakenda mæla með hlaupinu við vini og ættingja og 87% stefna að þátttöku í því á næsta ári.

Margar góðar ábendingar bárust í gegnum könnunin sem unnið verður úr fyrir næst ár. Miðnæturhlaup Suzuki 2017 fer fram föstudaginn 23.júní og hefst skráning í janúar.

Fjórir þátttakendur sem luku könnuninni voru dregnir út og hafa fengið sent 5.000 króna gjafabréf sem hægt er að nota til að greiða þátttökugjöld í hlaup á vegum Reykjavíkurmaraþons.

mh-gledi-2016

Myndaveisla

Nú þegar tæpur mánuður er síðan Miðnæturhlaup Suzuki fór fram er tilvalið að fara í gegnum allar myndirnar sem við eigum frá þessu frábæra kvöldi. Við höfum sett mikið af myndum inná facebook síðu hlaupsins sem hægt er að skoða hér en einnig tóku ljósmyndarar frá hlaup.is myndir þetta kvöld. Þær myndir er hægt að nálgast og kaupa hér.

Margir hlauparar tóku þátt í Instagram leiknum okkar í ár og höfum við nú valið þrjár vinningsmyndir og hafa eigendur þeirra verið látnir vita.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á næsta ári!

andresminnasigrun

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.