Heim flag

 • 20.júní 2019 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og sjöunda sinn fimmtudagskvöldið 20. júní 2019. Hægt er að velja á milli þriggja vegalengda. Forskráning í hlaupið hefst í janúar 2019.
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram á bjartasta tíma ársins á Íslandi. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Laugardalshöll og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.
 • Powerade Sumarhlaupin

  Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.

Góð skráning

Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki 2017 gengur frábærlega. Nú hafa rúmlega 1200 skráð sig til þátttöku sem er 33% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Flestir eru skráðir í hálft maraþon eða 644, þar af 582 erlendir hlauparar. Næstflestir eru skráðir í 10 km, 311 hlauparar og 254 í 5 km hlaupið.

Smelltu hér til að skrá þig.

vinkonur2

Tryggðu þér lægsta gjaldið

Miðnæturhlaup Suzuki 2017 fer fram föstudaginn 23.júní. Forskráning í hlaupið er í fullum gangi hér á marathon.is og verður opin til miðnættis fimmtudaginn 22.júní. Hlauparar eru hvattir til að skrá sig eigi síðar en á fimmtudag 27.apríl og tryggja sér þannig lægsta mögulega þátttökugjaldið en gjaldið hækkar föstudaginn 28.apríl.

Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að því loknu er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.

Líkt og undanfarin ár eru þrjár vegalengdir í boði:

5 km hlaup
10 km hlaup
Hálfmaraþon

Tímataka er í öllum vegalengdum og er hlaupaleiðin mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Smelltu hér til að skrá þig

mhs drykkur

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, Norðurljósahlaup Orkusölunnar í febrúar og Reykjavik International Games í janúar.