Heim flag

 • 23.júní 2017 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og fimmta sinn föstudagskvöldið 23. júní 2017. Hægt er að velja á milli þriggja vegalengda.  Skráning í hlaupið hefst í janúar 2017. 
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram að kvöldi Jónsmessu. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík. Smelltu hér til að skoða dagskrá.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Skautahöllinni í Laugardal og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.
 • Powerade Sumarhlaupin

  Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.

Skráning hefst í janúar

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í 24.sinn fimmtudagskvöldið 23.júní 2016. Skráning í hlaupið hefst 8.janúar hér á marathon.is. 

Boðið er uppá þrjár vegalengdir í hlaupinu:

Hálft maraþon
10 km hlaup
5 km hlaup

Allir hlauparar koma í mark við gömlu þvottalaugarnar í Laugardal og er síðan boðið í sund í Laugardalslauginni að því loknu.

Upplýsingar um verð og önnur praktísk atriði verða aðgengilegar hér á síðunni í lok desember.

mhs drykkur

Myndir úr miðnæturhlaupinu

Nú hafa birst myndir af Miðnæturhlaupi Suzuki á hinum ýmsu stöðum.

Á heimasíðunni okkur er hægt að finna myndir frá hlaupinu í ár og nokkur ár aftur í tímann. Í ár var Hlaup.is á staðnum og tók myndir sem hægt er að kaupa af þeim á heimasíðunni þeirraÁ Instagram og Facebook er einnig töluvert af myndum.

Myndaleikurinn okkar á Instagram var vinsæll en í honum áttu þeir sem merktu myndirnar sínar með #midnightruniceland og @midnightrunis möguleika á að vinna 10.000 kr gjafabréf í hlaup Reykjavíkurmaraþons. 

Þrír heppnir voru dregnir út og má sjá myndirnar þeirra hér:

instagramleikur-2015 freyjak

 

 

instagramleikur-2015 luisd917

 

instagramleikur-2015 steveroden

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.