Heim flag

 • 23.júní 2017 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og fimmta sinn föstudagskvöldið 23. júní 2017. Hægt er að velja á milli þriggja vegalengda.  Skráning í hlaupið hefst í janúar 2017. 
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram að kvöldi Jónsmessu. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík. Smelltu hér til að skoða dagskrá.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Skautahöllinni í Laugardal og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.
 • Powerade Sumarhlaupin

  Miðnæturhlaup Suzuki er hluti af Powerade Sumarhlaupunum sem er mótaröð hlaupa í Reykjavík. Verðlaun eru í boði fyrir flest stig samanlagt í hlaupunum fimm í karla og kvennaflokki. Sjá nánar á marathon.is/powerade.

Bolir á tilboði

Í vefverslun Reykjavíkurmaraþons er hægt að kaupa ýmsan merktan fatnað hlaupafatnað. Þessa vikuna eru Miðnæturhlaupsbolir á tilboðsverði í tilefni af því að á föstudag er síðasti séns að skrá sig í hlaupið á lægsta mögulega þátttökugjaldinu. Bolirnir kostuðu áður 3.000 krónur en verða á 2.400 krónur fram á föstudag. Allar vörur eru sendar með Íslandspósti og er sendingargjald innanlands 500 krónur. Smelltu hér til að skoða vefverslun Reykjavíkurmaraþons.

mh-bolir-orange 

31% aukning í skráningum

Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki 2016 sem fram fer fimmtudagskvöldið 23.júní 2016 gengur vel. Nú þegar hafa rúmlega 650 manns skráð sig í hlaupið en það eru 31% fleiri en á sama tíma í fyrra. 405 eru skráðir í hálft maraþon, 119 í 10 km og 129 í 5 km. Skráðir erlendir þátttakendur eru nú 568 talsins sem eru 43% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Mælt er með því að hlauparar skrái sig sem fyrst þar sem þátttökugjald hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi. Forskráning á netinu er opin til miðnættis þann 22.júní. Einnig er hægt að skrá sig til þátttöku á hlaupdag en þá er þátttökugjaldið hærra. Smelltu hér til að skoða verðskrá.

Smelltu hér til að skoða lista yfir skráða þátttakendur.

Smelltu hér til að skrá þig til þátttöku.

IMG 9995-vef

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.