Heim flag

 • 23.júní 2014 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og annað sinn þann 23. júní 2014. Skráning í hlaupið hefst í janúar 2014 hér á marathon.is. Við hvetjum þig til að taka kvöldið frá.
 • Vefverslun

  Í vefverslun Reykjavíkurmaraþons má finna jakka, boli o.fl. merkt Miðnæturhlaupinu. Allar vörur eru sendar með Íslandspósti og greiðsla fer fram á öruggri greiðslusíðu Valitors. Kíktu endilega við og sjáðu hvort þú finnir eitthvað við þitt hæfi eða jafnvel gjöf fyrir góðan vin. Slóðin er www.marathon.is/shop.
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram að kvöldi Jónsmessu. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík. Smelltu hér til að skoða dagskrá.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Skautahöllinni í Laugardal og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.

Góð skráning í Miðnæturhlaup

solarstulkaMiðnæturhlaup Suzuki 2014 fer fram mánudaginn 23.júní. Skráning í hlaupið gengur vel og eru nú um 500 hlauparar skráðir til þátttöku.

Rúmlega helmingur skráðra þátttakenda eru erlendir og af 32 mismunandi þjóðernum. Flestir erlendu þátttakendanna eru frá Bretlandi eða 71 en Bandaríkjamenn eru næst fjölmennastir, 50, og Kanadamenn þriðju fjölmennastir með 48 skráningar.

Forskráningu í hlaupið hér á marathon.is lýkur sunnudaginn 22.júní en einnig verður hægt að skrá sig á hlaupdag frá kl.16.

Smelltu hér til að skrá þig í Miðnæturhlaup Suzuki 2014.

 

Tryggðu þér lægsta gjaldið

Miðnæturhlaup Suzuki 2014 fer fram mánudaginn 23.júní. Forskráning í hlaupið er í fullum gangi hér á marathon.is og verður opin til miðnættis sunnudaginn 22.júní. Hlauparar eru hvattir til að skrá sig fyrir helgi og tryggja sér þannig lægsta mögulega þátttökugjaldið en gjaldið hækkar laugardaginn 1.mars.

Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.

Líkt og undanfarin ár eru þrjár vegalengdir í boði:

 • 5 km hlaup
 • 10 km hlaup
 • hálfmaraþon

Tímataka er í öllum vegalengdum og er hlaupaleiðin mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

mhs drykkur

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnar 30 ára afmæli árið 2013.

ÞJÓNUSTA Á HLAUPADAG

- Tímataka

- Verðlaun

- Drykkjarstöðvar

- Miðnætursund

 

úRSLIT

- Úrslit 2013

Úrslit 2012

- Eldri úrslit