Heim flag

 • 23.júní 2015 

  Miðnæturhlaup verður haldið í tuttugasta og þriðja sinn þann 23. júní 2015. Skráning í hlaupið hefst í janúar 2015 hér á marathon.is. Við hvetjum þig til að taka kvöldið frá.
 • Vefverslun

  Í vefverslun Reykjavíkurmaraþons má finna jakka, boli o.fl. merkt Miðnæturhlaupinu. Allar vörur eru sendar með Íslandspósti og greiðsla fer fram á öruggri greiðslusíðu Valitors. Kíktu endilega við og sjáðu hvort þú finnir eitthvað við þitt hæfi eða jafnvel gjöf fyrir góðan vin. Slóðin er www.marathon.is/shop.
 • Sumarkvöld í Reykjavík

  Miðnæturhlaup fer fram að kvöldi Jónsmessu. Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík. Smelltu hér til að skoða dagskrá.
 • Þrjár vegalengdir

  Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru þrjár vegalengdir í boði; hálfmaraþon, 10 km hlaup og 5 km hlaup. Hlaupið hefst á Engjavegi nálægt Skautahöllinni í Laugardal og endar í trjágöngunum við þvottalaugarnar í Laugardal. Að mestu er hlaupið á stígum. Allar hlaupaleiðir eru mældar samkvæmt reglum AIMS.

Sigurvegarar í myndaleik

Búið er að draga út þrjár myndir í myndaleik Miðnæturhlaups Suzuki 2014 á Instagram. Allar myndir merktar með #midnightruniceland voru í pottinum. Myndasmiðirnir fengu hver um sig 10.000 kr gjafabréf sem hægt er að nota sem greiðslu uppí þátttökugjöld í hlaup á vegum Reykjavíkurmaraþons og gildir í fjögur ár.

Þau heppnu voru:

Pétur Örn Valmundarson - @peturorn
Sóldís Sveinsdóttir - @Soldissv
Stine Lilleborge - @stinelilleborge

Takk fyrir frábæra þátttöku!

mhs-instagram

Aldursflokkaverðlaun

Fyrstu þrír hlauparar í mark í hverri vegalengd fengu verðlaun sín afhend við marksvæðið að hlaupi loknu í gærkvöldi. Aldursflokkaverðlaun er hinsvegar ekki hægt að afhenda á marksvæði því þau liggja ekki eins fljótt fyrir. Sigurvegarar í aldursflokkum geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons á Engjavegi 6 milli kl.9 og 16 virka daga.

Sigurvegarar í aldursflokkum Miðnæturhlaups Suzuki 2014 eru:


Hálf maraþon

Aldursflokkur Konur Karlar
 19-39 ára Anne Julie A. Cattenoz Andrew Mcleod
40-49 ára   Catherine White   Flóki Halldórsson
50-59 ára Erla Eyjólfsdóttir Kevin Deakes
60-69 ára Gail Sutton Kjartan B. Kristjánsson
70 ára og eldri Heide Moebius 

10 km hlaup

Aldursflokkur Konur Karlar
   18 ára og yngri        Klara María Jónsdóttir    Helgi Tómas Helgason 
 19-39 ára Agnes Kristjánsdóttir Ingvar Hjartarson
40-49 ára   Guðbjörg M. Björnsdóttir   Brynjar Viggósson
50-59 ára Helga Árnadóttir Helgi Sigurðsson
60-69 ára Anna Sigrún Björnsdóttir Robert Burn
70 ára og eldri   Eysteinn G Hafberg

5 km hlaup

Aldursflokkur Konur Karlar
15 ára og yngri   Ída Marín Hermannsdóttir   Daði Arnarson  
   16-18 ára     Snæfríður B.Hreiðarsdóttir         Óðinn Örn Einarsson      
 19-39 ára Borghildur Valgeirsdóttir Guðni Páll Pálsson
40-49 ára Hrönn Guðmundsdóttir Þórir Magnússon
50-59 ára Hafdís Þorleifsdóttir Ívar Trausti Jósafatsson
60-69 ára Keneva Kunz Wilhelm Norðfjörð
70 ára og eldri Bergþóra Gísladóttir Stefán Briem

Heildarúrslit má finna hér.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnar 30 ára afmæli árið 2013.

ÞJÓNUSTA Á HLAUPADAG

- Tímataka

- Verðlaun

- Drykkjarstöðvar

- Miðnætursund

 

úRSLIT

- Úrslit 2013

Úrslit 2012

- Eldri úrslit