Heim flag

Tryggðu þér lægsta gjaldið

Miðnæturhlaup Suzuki 2017 fer fram föstudaginn 23.júní. Forskráning í hlaupið er í fullum gangi hér á marathon.is og verður opin til miðnættis fimmtudaginn 22.júní. Hlauparar eru hvattir til að skrá sig eigi síðar en á fimmtudag 27.apríl og tryggja sér þannig lægsta mögulega þátttökugjaldið en gjaldið hækkar föstudaginn 28.apríl.

Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að því loknu er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.

Líkt og undanfarin ár eru þrjár vegalengdir í boði:

5 km hlaup
10 km hlaup
Hálfmaraþon

Tímataka er í öllum vegalengdum og er hlaupaleiðin mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Smelltu hér til að skrá þig

mhs drykkur

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.