Heim flag

Skráning er hafin

Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki 2017 sem fram fer að kvöldi föstudaginn 23.júní er hafin hér á marathon.is. Smelltu hér eða á "skráðu þig í næsta hlaup" hnappinn hér til hliðar til að skrá þig til þátttöku. Eins og undanfarin ár geta hlauparar í Miðnæturhlaupi Suzuki valið hvort þeir vilja fá afhendan verðlaunapening þegar þeir koma í mark eða ekki. Þau sem ekki vilja verðlaunapening borga 500 krónum lægra gjald.

Mælt er með því að hlauparar skrái sig fyrir 27.apríl til að tryggja sér lægsta mögulega þátttökugjaldið en forskráning er opin til miðnættis þann 22.júní. Einnig er hægt að skrá sig til þátttöku á hlaupdag en þá er þátttökugjaldið hærra. Smelltu hér til að skoða verðskrá.

Hér á marathon.is má finna lista yfir þau sem þegar hafa skráð sig til þátttöku. Athugið að ekki vildu allir láta nafn sitt birtast á opnum skráningarlista.

IMG 9995-vef

Skráning hefst 11.janúar

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í 25.sinn föstudagskvöldið 23.júní 2017. Skráning í hlaupið hefst 11.janúar hér á marathon.is.

Boðið er uppá þrjár vegalengdir í hlaupinu:

Hálft maraþon
10 km hlaup
5 km hlaup

Allir hlauparar koma í mark við gömlu þvottalaugarnar í Laugardal og er síðan boðið í sund í Laugardalslauginni að því loknu.

Upplýsingar um verð og önnur praktísk atriði verða aðgengileg hér á marathon.is í byrjun janúar.

mh2016

Miðnæturhlaup Suzuki í jólapakkann?

Viltu gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar? Þá er gjafabréf Íþróttabandalags Reykjavíkur sem gildir sem greiðsla í Miðnæturhlaup Suzuki og fjóra aðra íþróttaviðburði góð hugmynd.

Gjafabréfin gilda í fjögur ár og er hægt er að velja upphæð á bilinu 1.000-35.000 kr. Kaupandi fær gjafabréfið sent með tölvupósti innan fárra mínútna eftir að greiðsla berst og getur þá prentað það út og sett í jólapakkann.

Smelltu hér til að kaupa gjafabréf í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur.

gjafabref-isl-small

Mikil ánægja með hlaupið

Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í fimmtudaginn 23.júní síðastliðinn. Gaman er að segja frá því að samkvæmt niðurstöðu viðhorfskönnunar voru þátttakendur mjög ánægðir með hlaupið og gáfu því góða einkunn. 97% allra þátttakenda mæla með hlaupinu við vini og ættingja og 87% stefna að þátttöku í því á næsta ári.

Margar góðar ábendingar bárust í gegnum könnunin sem unnið verður úr fyrir næst ár. Miðnæturhlaup Suzuki 2017 fer fram föstudaginn 23.júní og hefst skráning í janúar.

Fjórir þátttakendur sem luku könnuninni voru dregnir út og hafa fengið sent 5.000 króna gjafabréf sem hægt er að nota til að greiða þátttökugjöld í hlaup á vegum Reykjavíkurmaraþons.

mh-gledi-2016

Myndaveisla

Nú þegar tæpur mánuður er síðan Miðnæturhlaup Suzuki fór fram er tilvalið að fara í gegnum allar myndirnar sem við eigum frá þessu frábæra kvöldi. Við höfum sett mikið af myndum inná facebook síðu hlaupsins sem hægt er að skoða hér en einnig tóku ljósmyndarar frá hlaup.is myndir þetta kvöld. Þær myndir er hægt að nálgast og kaupa hér.

Margir hlauparar tóku þátt í Instagram leiknum okkar í ár og höfum við nú valið þrjár vinningsmyndir og hafa eigendur þeirra verið látnir vita.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á næsta ári!

andresminnasigrun

Vel heppnað Miðnæturhlaup Suzuki

Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í 24.sinn í kvöld og var vel heppnað. Framkvæmd hlaupsins gekk vel enda frábært hlaupaveður og aðstæður allar hinar bestu. Þrjú brautarmet voru sett í hlaupinu í kvöld; í hálfmaraþoni karla, 10 km hlaupi kvenna og 5 km hlaupi kvenna.

Skráðir þátttakendur voru í heild 2640 talsins, 1247 í 5 km, 782 í 10 km og 611 í hálfu maraþoni. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt í hlaupinu en þeir voru um 900 talsins frá 50 löndum. Flestir erlendu gestanna komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Þýskalandi. Þátttökumet

Fyrstu þrír hlauparar í mark í hverri vegalengd voru eftirfarandi:

Hálfmaraþon karla

1. Benjamin P Zywicki (USA), 01:07:47
2. Kári Steinn Karlsson, 01:09:29
3. Harry Lupton (IRL), 1:13:25

Benjamin sigraði á nýju brautarmeti í hálfmaraþoninu en tími Kára Steins er næst besti tími sem náðst hefur í hlaupinu frá upphafi.

Hálfmaraþon kvenna

1. Sigrún Sigurðardóttir, 01:33:23
2. Helen Keeley (GBR), 01:33:50
3. Bergey Stefánsdóttir, 01:34:54

Tími Sigrúnar er 4.besti tími kvenna í hálfmaraþoni kvenna í Miðnæturhlaupi Suzuki frá upphafi. Sigrún hefur hlaupið þrjú hálfmaraþon í ár og er þetta besti tími hennar til þessa á árinu.

10 km karla

1. Ingvar Hjartarson, 33:57
2. Hugi Harðarson, 34:39
3. Þórólfur Ingi Þórsson, 35:32

Tími Ingvars er fjórði besti tíminn sem náðst hefur í 10 km hlaupinu í Miðnæturhlaupi Suzuki. Ingvar átti sjálfur 4.besta tímann fyrir þetta hlaup 33:58 frá árinu 2012.

10 km kvenna

1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 37:40
2. Andrea Kolbeinsdóttir, 38:55
3. Helga Guðný Elíasdóttir, 39:47

Tími Arndísar er nýtt brautarmet í 10 km hlaupi kvenna en hún átti sjálf gamla metið, 37:44 sem hún setti árið 2012.

5 km karla

1. Aaron Rowe (USA), 15:44
2. Sigurjón Ernir Sturluson, 16:59
3. Maxime Fages-Lartaud (FRA), 17:24

Aaron hljóp á öðrum besta tíma sem náðst hefur í 5 km hlaupinu frá upphafi.

5 km kvenna

1. Guðlaug Edda Hannesdóttir, 18:00
2. Olivia Sidock (CAN), 19:29
3. Hrönn Guðmundsdóttir, 20:02

Guðlaug Edda hljóp 5 km á nýju brautarmeti en gamla metið átti Hrönn Guðmundsdóttir sem var í þriðja sæti í kvöld, 19:27 frá árinu 2014.

Heildarúrslit og úrslit í öllum aldursflokkum má finna hér.

Ljósmyndarar hlaup.is voru á staðnum og reyndu að ná myndum af flestum þátttakendum á hlaupaleiðinni. Myndirnar þeirra verða birtar eftir helgi. Ljósmyndir sem starfsmenn hlaupsins tóku má finna hér á heimasíðunni en einnig eru myndir á facebook og Instagram.

 MG 9203

Skráning og afhending gagna í Laugardalshöll

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í 24.sinn í kvöld fimmtudaginn 23.júní. Í dag verður hægt að skrá sig í Laugardalshöll frá kl.16 og þar til 45 mínútum fyrir ræsingu hverrar vegalengdar. Á sama stað þurfa forskráðir þátttakendur að sækja hlaupnúmerið sitt og önnur skráningargögn.

Hlauparar verða ræstir af stað á Engjavegi í Laugardal á eftirfarandi tímum:

Kl. 21:20 – Hálfmaraþon
Kl. 21:50 – 5 km hlaupið
kl. 22:00 – 10 km hlaupið

Þátttakendur koma í mark í trjágöngunum við gömlu þvottalaugarnar fyrir neðan Skautahöllina. Reikna má með að allir hlauparar verði komnir í mark um miðnætti og munu eflaust flestir láta þreytuna líða úr sér í Laugardalslauginni en þangað er öllum þátttakendum boðið að hlaupi loknu. Hleypt verður ofan í laugina til kl.00:30 en allir þurfa að fara uppúr eigi síðar en kl.01:00.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum hlaupsins í beinni útsendingu með því að smella hér. Athugið að um er að ræða óstaðfesta tíma sem uppfærðir eru á u.þ.b. 10 sekúndna fresti til upplýsinga fyrir áhugasama. Staðfest úrslit munu liggja fyrir á marathon.is eigi síðar en klukkan 2 eftir miðnætti.

Í Miðnæturhlaupi Suzuki er að mestu hlaupið á stígum en þó að hluta til á götum. Vegna hlaupsins verður því truflun á umferð auk þess sem loka þarf nokkrum götum í stutta stund meðan hlauparar fara hjá. Ökumenn sem eiga leið hjá eru góðfúslega beðnir að taka tillit til hlaupara og starfsmanna hlaupsins. Smellið hér til að finna nánari upplýsingar um lokanir og truflun á umferð.

IMG 9995-vef

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.