Heim flag

Góð skráning

Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki 2017 gengur frábærlega. Nú hafa rúmlega 1200 skráð sig til þátttöku sem er 33% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Flestir eru skráðir í hálft maraþon eða 644, þar af 582 erlendir hlauparar. Næstflestir eru skráðir í 10 km, 311 hlauparar og 254 í 5 km hlaupið.

Smelltu hér til að skrá þig.

vinkonur2

Tryggðu þér lægsta gjaldið

Miðnæturhlaup Suzuki 2017 fer fram föstudaginn 23.júní. Forskráning í hlaupið er í fullum gangi hér á marathon.is og verður opin til miðnættis fimmtudaginn 22.júní. Hlauparar eru hvattir til að skrá sig eigi síðar en á fimmtudag 27.apríl og tryggja sér þannig lægsta mögulega þátttökugjaldið en gjaldið hækkar föstudaginn 28.apríl.

Hlaupið hefst og endar í Laugardalnum og að því loknu er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Þátttaka í Miðnæturhlaupi Suzuki er því uppskrift af frábæru sumarkvöldi í Reykjavík.

Líkt og undanfarin ár eru þrjár vegalengdir í boði:

5 km hlaup
10 km hlaup
Hálfmaraþon

Tímataka er í öllum vegalengdum og er hlaupaleiðin mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa) og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Smelltu hér til að skrá þig

mhs drykkur

Skráning er hafin

Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki 2017 sem fram fer að kvöldi föstudaginn 23.júní er hafin hér á marathon.is. Smelltu hér eða á "skráðu þig í næsta hlaup" hnappinn hér til hliðar til að skrá þig til þátttöku. Eins og undanfarin ár geta hlauparar í Miðnæturhlaupi Suzuki valið hvort þeir vilja fá afhendan verðlaunapening þegar þeir koma í mark eða ekki. Þau sem ekki vilja verðlaunapening borga 500 krónum lægra gjald.

Mælt er með því að hlauparar skrái sig fyrir 27.apríl til að tryggja sér lægsta mögulega þátttökugjaldið en forskráning er opin til miðnættis þann 22.júní. Einnig er hægt að skrá sig til þátttöku á hlaupdag en þá er þátttökugjaldið hærra. Smelltu hér til að skoða verðskrá.

Hér á marathon.is má finna lista yfir þau sem þegar hafa skráð sig til þátttöku. Athugið að ekki vildu allir láta nafn sitt birtast á opnum skráningarlista.

IMG 9995-vef

Skráning hefst 11.janúar

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í 25.sinn föstudagskvöldið 23.júní 2017. Skráning í hlaupið hefst 11.janúar hér á marathon.is.

Boðið er uppá þrjár vegalengdir í hlaupinu:

Hálft maraþon
10 km hlaup
5 km hlaup

Allir hlauparar koma í mark við gömlu þvottalaugarnar í Laugardal og er síðan boðið í sund í Laugardalslauginni að því loknu.

Upplýsingar um verð og önnur praktísk atriði verða aðgengileg hér á marathon.is í byrjun janúar.

mh2016

Miðnæturhlaup Suzuki í jólapakkann?

Viltu gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar? Þá er gjafabréf Íþróttabandalags Reykjavíkur sem gildir sem greiðsla í Miðnæturhlaup Suzuki og fjóra aðra íþróttaviðburði góð hugmynd.

Gjafabréfin gilda í fjögur ár og er hægt er að velja upphæð á bilinu 1.000-35.000 kr. Kaupandi fær gjafabréfið sent með tölvupósti innan fárra mínútna eftir að greiðsla berst og getur þá prentað það út og sett í jólapakkann.

Smelltu hér til að kaupa gjafabréf í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur.

gjafabref-isl-small

Mikil ánægja með hlaupið

Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í fimmtudaginn 23.júní síðastliðinn. Gaman er að segja frá því að samkvæmt niðurstöðu viðhorfskönnunar voru þátttakendur mjög ánægðir með hlaupið og gáfu því góða einkunn. 97% allra þátttakenda mæla með hlaupinu við vini og ættingja og 87% stefna að þátttöku í því á næsta ári.

Margar góðar ábendingar bárust í gegnum könnunin sem unnið verður úr fyrir næst ár. Miðnæturhlaup Suzuki 2017 fer fram föstudaginn 23.júní og hefst skráning í janúar.

Fjórir þátttakendur sem luku könnuninni voru dregnir út og hafa fengið sent 5.000 króna gjafabréf sem hægt er að nota til að greiða þátttökugjöld í hlaup á vegum Reykjavíkurmaraþons.

mh-gledi-2016

Myndaveisla

Nú þegar tæpur mánuður er síðan Miðnæturhlaup Suzuki fór fram er tilvalið að fara í gegnum allar myndirnar sem við eigum frá þessu frábæra kvöldi. Við höfum sett mikið af myndum inná facebook síðu hlaupsins sem hægt er að skoða hér en einnig tóku ljósmyndarar frá hlaup.is myndir þetta kvöld. Þær myndir er hægt að nálgast og kaupa hér.

Margir hlauparar tóku þátt í Instagram leiknum okkar í ár og höfum við nú valið þrjár vinningsmyndir og hafa eigendur þeirra verið látnir vita.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á næsta ári!

andresminnasigrun

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.