Heim flag

Brautarmet og þátttökumet í Miðnæturhlaupi Suzuki

Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í 25.sinn í kvöld. Lisa Ring frá Svíþjóð setti nýtt brautarmet í hálfu maraþoni kvenna en hún hljóp á tímanum 1:23:46. Heildarfjöldi skráninga var 2826 sem er nýtt þátttökumet. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt í hlaupinu en þeir voru um 1300 frá 52 löndum.

Fyrstu þrír karlar og konur í mark í hverri vegalengd fengu glæsileg verðlaun frá Suzuki, Adidas, WOW air, Powerade og Íþróttabandalagi Reykjavíkur í trjágöngunum við Þvottalaugarnar í Laugardalnum og voru þeir eftirfarandi.

21 km karla
1. Lawrence Avery, UK 01:15:08
2. Xavi Martínez Masana, Spáni 01:19:11
3. Kevin McCloy, Írlandi 01:20:31

Fyrsti Íslendingur í mark í hálfu maraþoni karla var Reimar Snæfells Pétursson á tímanum 01:24:03.

21 km kvenna
1. Lisa Ring, Svíþjóð 01:23:46
2. Molly Smith, Bandaríkjunum 01:27:32
3. Kim Baxter, UK 01:28:47

Sigurvegarinn í hálfu maraþoni kvenna, Lisa Ring, kom í mark á nýju brautarmeti en gamla metið á Katie Jones frá Bretlandi og var það 1:27:58. Fyrsta íslenska kona í mark var Sigrún Sigurðardóttir á tímanum á tímanum 01:28:47.

10 km karla
1. Vignir Már Lýðsson, Íslandi 00:34:50
2. Rimvydas Alminas, Litháen 00:35:06
3. Kurt Michels, Bandaríkjunum 00:35:21

Vignir Már Lýðsson bætti sitt persónulega met með sigrinum en hann átti 35:01 best áður frá því í Fjölnishlaupinu í maí.

10 km kvenna
1. Elín Edda Sigurðardóttir, Íslandi 00:37:40
2. Ashlee Michels, Bandaríkjunum 00:42:03
3. Valgerður Dýrleif Heimisdóttir, Íslandi 00:42:54

Elín Edda Sigurðardóttir jafnaði brautarmet Arndísar Ýrar í 10 km hlaupi kvenna en hún kom á nákvæmlega sama tíma í mark í fyrra.

5 km karla
1. Þórólfur Ingi Þórsson, Íslandi 00:16:12
2. Vilhjálmur Þór Svansson, Íslandi 00:16:52
3. Andri Már Hannesson, Íslandi 00:16:55

Þórólfur var í öðru sæti í 5 km hlaupi karla árið 2015 á tímanum 16:25 en sigraði í ár á nýju persónulegu meti 16:12.

5 km kvenna
1. Íris Anna Skúladóttir, Íslandi 00:18:36
2. Rannveig Oddsdóttir, Íslandi 00:19:26
3. Hulda Guðný Kjartansdóttir, Íslandi 00:19:34

Tími Írisar Önnu er annar besti tími sem náðst hefur í 5 km hlaupi kvenna í Miðnæturhlaupi Suzuki.

Smellið hér til að skoða heildarúrslit hlaupsins.  

Á Facebook og Instagram eru myndir af hressum og glöðum hlaupurum og munu fleiri bætast við eftir helgina. Á næstu dögum verður einnig hægt að kaupa myndir frá hlaupinu á hlaup.is. Hvetjum þau sem deildu myndum úr hlaupinu á Instagram að merkja þær með @midnightrunis og #midnightruniceland. Þrír heppnir myndasmiðir fá 10.000 kr gjafabréf sem hægt er að nota sem greiðslu uppí þátttökugjöld í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur sem gildir í þrjú ár.

start-2017

Miðnæturhlaup Suzuki í kvöld

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í 25.sinn í kvöld 23.júní. Í dag verður hægt að skrá sig í Laugardalshöll frá kl.16 og þar til 45 mínútum fyrir ræsingu hverrar vegalengdar. Á sama stað þurfa forskráðir þátttakendur að sækja hlaupnúmerið sitt og önnur skráningargögn.

Hlauparar verða ræstir af stað á Engjavegi í Laugardal á eftirfarandi tímum:

Kl. 21:00 – Hálfmaraþon
Kl. 21:00 – 10 km hlaupið
kl. 21:20 – 5 km hlaupið

Þátttakendur koma í mark í trjágöngunum við gömlu þvottalaugarnar fyrir neðan Skautahöllina. Reikna má með að allir hlauparar verði komnir í mark um miðnætti og munu eflaust flestir láta þreytuna líða úr sér í Laugardalslauginni en þangað er öllum þátttakendum boðið að hlaupi loknu. Hleypt verður ofan í laugina til kl.00:30 og er hægt að svamla í lauginni og pottunum til kl.01:00.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum hlaupsins í beinni útsendingu með því að smella hér. Athugið að um er að ræða óstaðfesta tíma sem uppfærðir eru á u.þ.b. 10 sekúndna fresti til upplýsinga fyrir áhugasama. Staðfest úrslit munu liggja fyrir á marathon.is eigi síðar en klukkan 2 eftir miðnætti.

Þegar þátttakendur koma í mark fá þeir Powerade og vatn til að svala þorstanum. Í ár mun einnig Culiacan, sem býður upp á orku-, og næringarríkan mexíkóskan skyndibita, og Bæjarins bestu, með þjóðarrétt Íslendinga ,,Pylsu og kók", selja veitingar í endamarkinu. Við mælum því með því að allir hafi seðla eða kort í rassvasanum á hlaupabuxunum.

Nánari upplýsingar

Hér finnur þú slóðir á nánari upplýsingar um flest það sem fólk er að velta fyrir sér á hlaupdag.

Dagskrá hlaupdags  
Kort af hlaupaleiðum  
Upplýsingar um truflun á umferð
Miðnæturhlaupið á Facebook
Miðnæturhlaupið á Instagram
Verðlaun
Óstaðfest úrslit

mhs drykkur

Instagram myndaleikur

Allir þátttakendur eru hvattir til að deila upplifun sinni af hlaupinu með öðrum með því að merkja myndir á Instagram með @midnightrunis og #midnightruniceland. Þrír heppnir myndasmiðir fá 10.000 kr gjafabréf sem hægt er að nota sem greiðslu uppí þátttökugjöld í viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur sem gildir í þrjú ár.

Midnaeturhlaup-facebook-002

mhs-instagram

Forskráningu að ljúka

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í 25.sinn föstudagskvöldið 23.júní 2017. Forskráning í hlaupið er í fullum gangi hér á marathon.is en henni lýkur á miðnætti fimmtudaginn 22.júní. Allir eru hvattir til að forskrá sig því þá er þátttökugjaldið lægra en ef skráð er á hlaupdag.

Í Miðnæturhlaupi Suzuki 2017 er hægt að velja á milli þriggja vegalengda:

Hálft maraþon - ræst kl.21:00
10 km - ræst kl.21:00
5 km - ræst kl.21:20

Kort af hlaupaleiðum má finna hér.

Að hlaupi loknu er þátttakendum boðið frítt í Laugardalslaug þar sem tilvalið er að láta þreytuna líða úr sér í bjartri sumarnóttinni. Hleypt verður ofan í laugina til kl.00:30 og allir þurfa að fara uppúr eigi síðar en kl.01:00.

midnight14

 

Skráning gengur vel

Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki sem fram fer föstudagskvöldið 23.júní 2017 er nú í fullum gangi hér á marathon.is og verður opin til miðnættis fimmtudaginn 22.júní. Nú þegar hafa rúmlega 1600 manns skráð sig til þátttöku sem er um 22% fleiri en á sama tíma í fyrra. Í hálft maraþon eru komnar 725 skráningar sem er nýtt þátttökumet þó að skráningu sé hvergi nærri lokið.

Í Miðnæturhlaupi Suzuki er hægt að velja á milli þriggja vegalengda: hálf maraþons, 10 km og 5 km. Allar vegalengdir eru löglegamældar og viðurkenndar af AIMS.

Smelltu hér til að skrá þig í Miðnæturhlaup Suzuki 2017.

Smelltu hér til að skoða lista yfir skráða þátttakendur.

IMG 9995-vef

SMS úrslit, hlaupahópar o.fl.

Miðnæturhlaup Suzuki 2017 fer fram föstudagskvöldið 23.júní. Skráðir þátttakendur eru hvattir til að fara inná "mínar síður" hér á marathon.is til að yfirfara sínar upplýsingar um símanúmer, hlaupahópa o.fl.

SMS úrslit

Í Miðnæturhlaupi Suzuki á fimmtudagskvöld fá hlauparar með skráð farsímanúmer sms stuttu eftir að þeir koma yfir marklínuna. Skilaboðin munu innihalda óstaðfestan tíma hlaupara. Staðfest úrslit munu síðan birtast á marathon.is eigi síðar en kl.02:00.

Hver hlaupari getur aðeins skráð eitt farsímanúmer en það þarf ekki að vera hans eigið, má líka vera hjá aðstandanda sem bíður spenntur á hliðarlínunni. Ef um er að ræða farsímanúmer sem er skráð erlendis þarf það að vera skráð eins og verið væri að hringja í númerið frá Íslandi t.d. 0045 45264526.

Hlauparar geta fundið skráð farsímanúmer sitt inná "mínum síðum" og breytt því að vild. Athugið þó að mínar síður loka á miðnætti fimmtudaginn 22.júní. Einnig verður hægt að skrá farsímanúmer við afhendingu gagna í Laugardalshöll.

Hlaupahópar

Þau sem vilja að nafn hlaupahóps birtist á skráningarlistum og í úrslitum geta skráð það í skráningarferlinu eða sett það inn á "mínum síðum" undir liðnum vefupplýsingar.

Listi yfir skráða

Hér getur þú fundið lista yfir skráða þátttakendur í Miðnæturhlaup Suzuki 2017. Athugið þó að ekki vildu allir láta nafn sitt birtast á skráningarlista. Ef þú vilt breyta þessari stillingu á þinni skráningu getur þú gert það á "mínum síðum" undir liðnum vefupplýsingar.

Hægt er að fá aðstoð við allt sem tengist skráningu og upplýsingum á "mínum síðum" á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Midnaeturhlaup-facebook-060-litil

Góð skráning

Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki 2017 gengur frábærlega. Nú hafa rúmlega 1200 skráð sig til þátttöku sem er 33% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Flestir eru skráðir í hálft maraþon eða 644, þar af 582 erlendir hlauparar. Næstflestir eru skráðir í 10 km, 311 hlauparar og 254 í 5 km hlaupið.

Smelltu hér til að skrá þig.

vinkonur2

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.