Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2017

    Laugavegshlaupið fer fram í 21.sinn laugardaginn 15.júlí 2017. Skráning í hlaupið opnar 11. janúar 2017 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. má finna í valstikunni fyrir ofan. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Þorbergur bætti metið aftur

thorbergur2Fyrsti karl í mark í Laugavegshlaupinu 2015 var Þorbergur Ingi Jónsson en hann kom í mark á nýju brautarmeti 3:59:13. Gamla metið setti hann sjálfur í fyrra þegar hann hljóp á 4:07:47.

Fyrstu þrír karlar í mark voru eftirfarandi:

1. Þorbergur Ingi Jónsson, ISL, 3:59:13
2. Vajin Armstrong, NZL, 4:31:19
3. Ryan Kelly, USA, 4:40:52

Annar íslenskur karl í mark var Guðni Páll Pálsson á tímnum 4:51:08 og þriðji Sigurður Hrafn Kiernan á 5:15:09.

Fyrstu karlar í hverjum aldursflokki voru:

18-29 ára - Guðni Páll Pálsson
30-39 ára - Þorbergur Ingi Jónsson
40-49 ára - Alan Rozendaal, USA
50-59 ára - Cristiano Consolati, ITA
60-69 ára - Stephen Button, GBR

Smellið hér til að skoða heildarúrslit.

 

Uppfærð veðurspá

Borist hefur ný veðurspá frá Veðurvaktinni fyrir Laugaveginn á morgun. Horfur á föstudegi benda til þess að lægðardrag verði skammt suður af landinu, en norðlæg átt ríkjandi á landinu öllu. Vindur er hefur heldur aukist frá spánni í gær en hann er þó í bakið mest alla leiðina. Verður í upphafi hlaups 5-8 m/s, allt að 10 m/s á hæsta punkti en minnkar þegar líður á bæði daginn og hlaupaleiðina. Áfram er útlit fyrir bjartviðri, háskýjahulu og dregið hefur úr líkum á þoku svo skyggni er gott. Smellið hér til að skoða nánar á korti.

Fyrri leiðbeiningar um klæðnað standa vegna þess hve mikill snjór er á leiðinni en auk þess gætu sólgleraugu og sólarvörn komið að góðum notum þar sem hlaupið er á snjó í um 8 km í bjartviðri. Minnum á að hægt er að losa sig við fatnað í Bláfjallakvísl enda hlýrra og enginn snjór á seinni hluta leiðarinnar.

Laugavegshlaup 2015vedurspa 1707

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.