Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2019

    Laugavegshlaupið fer fram í 23.sinn laugardaginn 13.júlí 2019. Skráning í hlaupið opnar 11.janúar 2019 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í byrjun janúar 2018. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Ráshópar 2017

Þátttakendum í Laugavegshlaupinu 2017 hefur verið raðað í fjóra ráshópa. Hóparnir verða ræstir með fimm mínútna millibili til að minnka troðning í upphafi hlaups í Landmannalaugum og til þess að sem réttastur tími fáist hjá þátttakendum. Reynt var að taka tillit til óska um hlaupafélaga eins og hægt var.

Smelltu á heiti ráshópana til að skoða nöfn hlaupara.

Gulur hópur - ræstur kl. 9:00 (uppröðun hefst kl.8:45)

Rauður hópur - ræstur kl. 9:05 (uppröðun hefst kl.8:50)

Grænn hópur - ræstur kl. 9:10 (uppröðun hefst kl.8:55)

Blár hópur - ræstur kl. 9:15 (uppröðun hefst kl.9:00)

Vinsamlega athugið að allir hlauparar þurfa að vera með númerið að framan í mittishæð eða ofar. Flipi af númerinu verður rifinn af við inngöngu í hvert ráshólf í Landmannalaugum. Einnig verður flipi rifin af vegna öryggistalningar í Emstum og Álftavatni og vegna tímatöku í Þórsmörk.

landmannalaugar

Nauðsynlegur búnaður

Helstu fregnir af Laugaveginum eru þær að búið er að opna leiðina og göngufólk er farið af stað. Alltaf er óvissa með veður sem getur haft áhrif á vatnavexti og snjóalög. Snjór er nú samfelldur í um 3-4 km radíus í kringum Hrafntinnusker. Við vitum að íslenskt veðurfar er ansi óútreiknanlegt og því biðjum við ykkur að undirbúa ykkur vel og hafa tiltækan vetrarhlaupaklæðnað.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvaða búnað allir hlauparar ættu að hafa tiltækan á hlaupdag. Langerma bolur og síðar buxur, jakki, vettlingar og höfuðbúnaður sem hylur bæði höfuð og eyru er nauðsynlegur lágmarksbúnaður. Þá eru grófbotna skór og sokkar sem þola að blotna alltaf besti kosturinn. Reynslan hefur sýnt að hlaupurum þykir gott að nota lágar skóhlífar til að varna því að snjór og smásteinar fari ofan í skóna (sjá dæmi um slíka hlíf hér).

Þau sem ætla að skilja eftir tösku hjá okkur sem flutt verður í Bláfjallakvísl ættu að kynna sér vel stærðartakmarkanir á henni hér á heimasíðunni.

Hlauparar sem taka þátt í 21.Laugavegshlaupinu laugardaginn 15.júlí eru hvattir til lesa vel yfir upplýsingahefti hlaupsins til að tryggja snuðrulausa framkvæmd og góða upplifun. Smelltu hér til að sækja upplýsingaheftið (pdf skjal).

Eftir helgi verða birtar upplýsingar um hverjir eru í hvaða ráshóp og á fimmtudag verður gefin út ítarlega veðurspá fyrir hlaupaleiðina. Hvetjum skráða þátttakendur til að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum en allir upplýsingapóstar eru sendir frá netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Jona-skyringarmynd ENK-ISL web

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.