Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2018

    Laugavegshlaupið fer fram í 22.sinn laugardaginn 14.júlí 2018. Skráning í hlaupið opnar 12.janúar 2018 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í byrjun janúar 2018. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Heimildarmynd um Laugavegshlaupið

Langar þig að taka þátt í Laugavegshlaupinu? Hefur þú hlaupið Laugaveginn og langar að endurupplifa stemninguna?

Þá þarftu að horfa á heimildarmyndina um Laugavegshlaupið 2009 sem Pétur Helgason í samstarfi við Vífilfell tók á hlaupum. Myndin er 30 mínútna löng og hefst þegar hlauparar eru að fara af stað í rútu frá Reykjavík til Landmannalauga. Tekin eru skemmtileg viðtöl við hlaupara, göngufólk og starfsfólk á leiðinni. Heimildarmyndin gefur mjög góða mynd af þeim aðstæðum sem hlauparar þurfa að mæta á leiðinni og sýnir vel glæsilegt og fjölbreytt landslag leiðarinnar.Smelltu hér til að horfa á fleiri myndbönd tengd Laugvegshlaupinu.

Næsta Laugavegshlaup fer fram laugardaginn 17.júlí 2010. Skráning í hlaupið opnar í janúar 2010. Áhugasamir þurfa að fylgjast vel með hér á heimasíðunni hyggist þeir taka þátt í hlaupinu því á síðasta ári seldist upp á fáum dögum.

Nýtt met í Laugavegshlaupinu

Hlaupið var ræst í Landmannalaugum í morgun kl. 9.00. Als lögðu 321 hlaupari af stað, þar af 59 erlendir þátttakendur. Veðrið var mjög gott í Landmannalaugum, sól öðru hvoru og hægur vindur. Á leiðinni lentu hlauparar í töluverðum snjó. Í Þórsmörk var rigning framan af degi en seinni partinn þegar flestir voru að koma í mark var frábært veður, skýjað og rólegt. Als luku 313 hlaupinu sem er þátttökumet.

Þorbergur Ingi Jónsson 26 ára ÍR-ingur kom fyrstur í mark í karlaflokki. Þorbergur kom í mark á tímanum 4 klukkustundir og 20 mínútur sem er nýtt Laugavegs met. Gamla metið átti Bandaríkjamaðurinn Charles Hubbard 4 klukkustundir og 39 mínútur.

Fyrstu karlar í mark

1. Þorbergur Ingi Jónsson, ÍSL, 4:20:32 (1982)
2. Guðmundur Sigurðsson, ÍSL, 4:54:15 (1960)
3. Tuomas Veli Tapio Maisala, FIN, 5:03:43 (1976)  

 

Sigurvegarinn í kvennaflokki Hólmfríður Vala Svavarsdóttir var mjög nálægt því að slá met í kvennaflokki þegar hún hljóp á öðrum besta tíma kvenna frá upphafi, 5:33:10. Hún bætti með hlaupinu í dag persónulegan árangur sinn um hálftíma en í fyrra hljóp hún á 6:03:50.

Fyrstu konur í mark

1. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, ÍSL, 5:33:10 (1974)
2. Ásdís Söebeck Kristjánsdóttir, ÍSL, 5:36:15 (1967)
3. Rakel Ingólfsdóttir, ÍSL, 5:49:59 (1985)

Nánari úrslit má finna með því að smella hér. Myndir frá hlaupinu eru komnar hér inná vefinn.

 

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.