Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2019

    Laugavegshlaupið fer fram í 23.sinn laugardaginn 13.júlí 2019. Skráning í hlaupið opnar 11.janúar 2019 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í byrjun janúar 2018. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Skráning opnar 5.janúar

Skráning í Laugavegshlaupið 2010 opnar hér á marathon.is 5.janúar næstkomandi. Skráning er opin til 1.júlí en lokar án fyrirvara þegar þátttökufjöldinn nær 400 manns.

Eftir skráningu sendir skráningakerfið tvo tölvupósta. Annar sýnir „keppnisnúmer/þátttökunúmer. Þeir sem fá svar með keppnisnúmer frá 1 upp í 400 eru staðfestir þátttakendur en þeir sem fá númer  401 og ofar eru á biðlista. Hin kvittunin er fyrir greiðslu. Þeir sem lenda á biðlista greiða einnig en verður að fullu endurgreitt ef þeir komast ekki að.

Athugið að það seldist upp í Laugavegshlaupið 2009 á fáum dögum. Því hvetjum við þá sem ætla sér að vera með í ár að skrá sig tímanlega.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um skráningu og verð í Laugavegshlaupinu 2010.

 

Heimildarmynd um Laugavegshlaupið

Langar þig að taka þátt í Laugavegshlaupinu? Hefur þú hlaupið Laugaveginn og langar að endurupplifa stemninguna?

Þá þarftu að horfa á heimildarmyndina um Laugavegshlaupið 2009 sem Pétur Helgason í samstarfi við Vífilfell tók á hlaupum. Myndin er 30 mínútna löng og hefst þegar hlauparar eru að fara af stað í rútu frá Reykjavík til Landmannalauga. Tekin eru skemmtileg viðtöl við hlaupara, göngufólk og starfsfólk á leiðinni. Heimildarmyndin gefur mjög góða mynd af þeim aðstæðum sem hlauparar þurfa að mæta á leiðinni og sýnir vel glæsilegt og fjölbreytt landslag leiðarinnar.Smelltu hér til að horfa á fleiri myndbönd tengd Laugvegshlaupinu.

Næsta Laugavegshlaup fer fram laugardaginn 17.júlí 2010. Skráning í hlaupið opnar í janúar 2010. Áhugasamir þurfa að fylgjast vel með hér á heimasíðunni hyggist þeir taka þátt í hlaupinu því á síðasta ári seldist upp á fáum dögum.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.