Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2019

    Laugavegshlaupið fer fram í 23.sinn laugardaginn 13.júlí 2019. Skráning í hlaupið opnar 11.janúar 2019 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í byrjun janúar 2018. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Laugavegshlaupið

Laugavegshlaupið er 55 kílómetra langt utanvegahlaup sem haldið verður í 22. sinn þann 14. júlí 2018. Skráning í hlaupið hefst í janúar 2018.

Hlaupið er fyrir mjög vana hlaupara 18 ára og eldri en enginn ætti að skrá sig fyrr en hann er búinn að kynna sér vel skilyrði fyrir þátttöku.

Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær náttúruperlur. Staðsetningin gerir það að verkum að Laugavegurinn er einungis þjónustaður í nokkrar vikur á ári.

Í hugum margra hlaupara er Laugavegshlaupið skemmtilegasta hlaupið á Íslandi. Á þessari krefjandi leið verða hlauparar vitni að ótrúlegri náttúrufegurð. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn. Undirlendið er fjölbreytt þar sem hlaupið er á sandi og möl, í grasi og snjó, á ís, yfir ár og læki.

Áhugaverðir tenglar

Myndir

Myndbönd

Greinar

Er Laugavegshlaupið fyrir þig?

Þorbergur og Young sigruðu Laugavegshlaupið 2017

Sigurvegarar Laugavegshlaupsins 2017 eru þau Þorbergur Ingi Jónsson og Arden Young frá Kanada. Töluvert mikill vindur var á móti hlaupurunum á leiðinni í dag sem gerði mörgum erfitt fyrir en að öðru leiti góðar aðstæður.

Fyrstu þrír karlar:

1. Þorbergur Ingi Jónsson, Ísland 4:13:25
2. Germain Grangier, Frakkland, 4:22:17
3. Benoit Branger, Frakkland, 4:44:15

Tími Þorbergs er þriðji besti tíminn sem náðst hefur í hlaupinu í karlaflokki frá upphafi en hann á sjálfur besta og næst besta tímann. Þetta var fjórði sigur Þorbergs í Laugavegshlaupinu og jafnframt í fjórða sinn sem hann tekur þátt. Þorbergur og Germain hlupu saman stóran hluta leiðarinnar en Þorbergur fór framúr eftir um 40 km og hélt forystunni til enda.

Fyrstu þrjár konur:

1. Arden Young, Kanada, 5:12:01
2. Elísabet Margeirsdóttir, Ísland, 5:28:15
3. Stina Höglund, Svíþjóð, 5:37:42

Arden Young kom í mark á þriðja besta tíma sem náðst hefur í kvennaflokki. Elísabet Margeirsdóttir sem var í 2.sæti og fyrsta íslenska konan í mark var að hlaupa sitt 8. Laugavegshlaup og bætti besta tímann sinn um tæpar 6 mínútur. 

Smelltu hér til að skoða heildrúrslit og hér til að skoða myndir.

1-karl-kona

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.