Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2019

    Laugavegshlaupið fer fram í 23.sinn laugardaginn 13.júlí 2019. Skráning í hlaupið opnar 11.janúar 2019 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í byrjun janúar 2018. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Nýjustu fréttir af Laugavegshlaupi

Margir önduðu léttar þegar fram kom í fréttum á dögunum að talið væri að gosinu í Eyjafjallajökli væri lokið. Eðlilega er fólki létt enda gosið búið að hafa áhrif á fólk um allan heim.

Við sem erum að undirbúa Laugavegshlaupið höfum verið vongóð um að hlaupið verði samkvæmt áætlun svo framarlega sem hægt væri að komast inn í Þórsmörk með fólk og varning.  Vegurinn inn í Þórsmörk hefur verið lagaður af Vegagerðinni og rútuferðir verða heimilaðar undir eftirliti. Þetta voru góðar fréttir í nokkra daga. En vegur er eitt og aska er annað.

Askan úr gosinu barst eins og frægt er um háloftin til Evrópu og víðar. Allan maí mánuð varð ekki vart við ösku  hjá landvörðum í Húsadal í Þórsmörk.  En það var of gott til að haldast.  Þegar vindátt breyttist í  norðanátt rigndi ösku yfir Húsadal og nágrenni. Nú er ljóst að askan nær yfir allt Laugavegssvæðið frá Landmannalaugum í Þórsmörk.

Við erum í sambandi við ýmsa sérfræðinga sem segja að með góðri úrkomu geti askan horfið í jörðu. Það þarf að gefa þessu smá tíma og við gefum út nýja tilkynningu í næstu viku. Á meðan eru Laugavegsfarar beðnir að dansa regndansinn. 

Eldgos

Eldsumbrot í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi hafa sett mark sitt á líf okkar Íslendinga undanfarnar vikur. Óljóst er hversu lengi þetta ástand mun vara.

Skráðir þátttakendur í Laugavegshlaupið 2010 eru væntanlega að velta fyrir sér hvort að þetta muni hafa einhver áhrif á hlaupið í sumar. Nú þegar þrír mánuðir eru í hlaup eru engin áform um að aflýsa hlaupinu. Verið er að skoða hvaða leiðir eru færar ef í ljós kemur að ekki verður hægt að fara hefðbundna leið. Varaplan gæti hugsanlega verið að enda hlaupið á öðrum stað en vanalega. Ef fyrirséð verður að  breyta þurfi skipulagi hlaupsins verður það tilkynnt  hér á síðunni og  þátttakendum sendar upplýsingar í tölvupósti.

Endamark Laugavegshlaupsins er í 10 km loftlínu frá elgosinu í Eyjafjallajökli og því mikilvægt að hafa allan vara á. Þátttakendur eru hvattir til að halda sig við æfingaáætlanir sínar því eins og staðan er í dag er stefnt að því að hlaupið fari fram.

Um Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) var stofnað 1944 og eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Árlega hefur Íþróttabandalagið umsjón með sex stórum íþróttaviðburðum: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ágúst, Laugavegshlaupið í júlí, WOW Tour of Reykjavik og Miðnæturhlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febrúar og WOW Reykjavik International Games í janúar.