Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2018

    Laugavegshlaupið fer fram í 22.sinn laugardaginn 14.júlí 2018. Skráning í hlaupið opnar í janúar 2018 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. verða aðgengilegar í lok desember 2017. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Laugavegurinn kosið besta hlaupið 2009

Á heimasíðunni hlaup.is geta hlauparar gefið hlaupunum sem þeir taka þátt í einkunn. Gefin er einkunn fyrir marga þætti sem snúa að hlaupinu m.a. hlaupaleið, brautarvörslu, bautarmerkingar, drykkjarstöðvar, tímatöku o.fl. Samtals komu 305 frá hlaupurum árið 2009.

Laugavegurinn - Ultra Marathon er með hæst meðaltal allra þeirra þátta sem gefin er einkunn fyrir árið 2009 og einnig með hæstu einkunn sem hlauparar gefa þegar þeir meta hlaupið í heild sinni. Það eru því Laugavegurinn sem hlauparar hafa kosið besta hlaupið árið 2009.

Smellið hér til að skoða niðurstöður í einkunnagjöf hlaupa árið 2009 á hlaup.is.

Skráningu lokið - biðlisti fullur

Lokað hefur verið fyrir skráningu í Laugavegshlaupið 17.júlí 2010. Skráning gekk vonum framar og er greinilegt að það eru mjög margir sem hafa áhuga á þessu sérstaka hlaupi.

Alltaf eru líkur á því að einhverjir hlauparar hætti við þátttöku þegar nær dregur hlaupi vegna meiðsla eða annarra óviðráðanlegra orsaka og verða þá teknir inn í staðinn þeir sem eru á biðlista. Þeir sem eru búnir að skrá sig á biðlista verða látnir vita um leið og sæti í hlaupið losnar.

Biðlistanum fyrir Laugavegshlaupið 17.júlí 2010 hefur verið lokað og er ekki hægt að bæta við fleiri hlaupurum á listann.

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.