Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2017

    Laugavegshlaupið fer fram í 21.sinn laugardaginn 15.júlí 2017. Skráning í hlaupið opnar 11. janúar 2017 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. má finna í valstikunni fyrir ofan. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Lokað fyrir skráningu 2009

Lokað hefur verið fyrir skráningu og biðlista í Laugavegshlaupið 2009. Við þökkum þann gríðarlega áhuga sem hlaupinu hefur verið sýndur.

Laugavegshlaup 2009

Þrettánda Laugavegshlaupið verður haldið 18.júlí 2009 og við HÖFUM NÚ OPNAÐ FYRIR SKRÁNINGU!

Hlaupið hefst í Landmannlaugum og lýkur í Húsadal í Þórsmörk en eins og margir vita er Laugavegurinn er ein fjölfarnasta og vinsælasta gönguleiðin um íslensk öræfi. Gaman er að geta þess að fyrsta fjögurra daga gönguferðin með Ferðafélagi Íslands var farin 1979 en leiðin sem er 55 km að lengd er vel stikuð og greiðfær.

Allar upplýsingar um hlaupið; verð, skráningu, hverjir geta tekið þátt o.fl er að finna í valmyndinni til vinstri. Þar sem vinsældir hlaupsins hafa farið mjög vaxandi undanfarin ár er vert að benda áhugasömum á að skrá sig við fyrsta tækifæri því lokað verður fyrir skráninguna þegar hámarksfjölda þátttakenda hefur verið náð.

 

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.