Heim flag

  • Laugavegshlaupið 2017

    Laugavegshlaupið fer fram í 21.sinn laugardaginn 15.júlí 2017. Skráning í hlaupið opnar 11. janúar 2017 og líkur 30.júní nema fullt verði í hlaupið fyrir þann tíma. Upplýsingar um verð, skilmála o.fl. má finna í valstikunni fyrir ofan. Er Laugavegshlaupið fyrir þig?
  • Krefjandi hlaup

    Mjög mikilvægt er að allir þátttakendur í Laugavegshlaupinu undirbúi sig vel fyrir þá miklu áskorun sem hlaupið er. Smellið hér til að finna upplýsingar um það sem hlauparar ættu að hafa í huga þegar þeir undirbúa sig fyrir þátttöku í hlaupinu.. 
  • Laugavegshlaupið

    Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga á leið sinni um Laugaveginn en hröðustu hlaupararnir fara leiðina á 4-5 klukkustundum. 

Nauðsynlegur búnaður

Nýjustu fregnir af Laugaveginum herma að leiðin sé eins og í venjulegu árferði, ekki eins snjóþung og í fyrra. Þó að aðstæður séu góðar má alltaf búast við snjó í kringum Hrafntinnusker og við vitum að íslenskt veðurfar er ansi óútreiknanlegt. Hlauparar eru því beðnir að undirbúa sig vel og hafa tiltækan vetrarhlaupaklæðnað.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvaða búnað allir hlauparar ættu að hafa tiltækan á hlaupdag. Langerma bolur og síðar buxur, jakki, vettlingar og höfuðbúnaður sem hylur bæði höfuð og eyru er nauðsynlegur lágmarksbúnaður. Þá eru grófbotna skór og sokkar sem þola að blotna alltaf besti kosturinn. Reynslan hefur sýnt að hlaupurum þykir gott að nota lágar skóhlífar til að varna því að snjór og smásteinar fari ofan í skóna (sjá dæmi um slíka hlíf hér).

Hlauparar sem taka þátt í 20.Laugavegshlaupinu laugardaginn 16.júlí eru hvattir til lesa vel yfir upplýsingahefti hlaupsins til að tryggja snuðrulausa framkvæmd og góða upplifun. Smelltu hér til að sækja upplýsingaheftið (pdf skjal).

Fljótlega verða birtar upplýsingar um hverjir eru í hvaða ráshóp og um miðja næstu viku berst ítarleg veðurspá fyrir hlaupaleiðina.

Jona-skyringarmynd ENK-ISL web

Skráning viðbótarupplýsinga

Laugavegshlaupið 2016 nálgast óðfluga og í dag eru aðeins 30 dagar til stefnu. Við vonum að undirbúningur hlaupara gangi vel og þeir séu um það bil að verða klár í slaginn.

Allir hlauparar þurfa nú að fara inn á „mínar síður“ hér á marathon.is og skrá inn umbeðnar upplýsingar vegna hlaupsins. Um er að ræða skráningu á áætluðum lokatíma og ósk um að vera í ráshóp með ákveðnum hlaupafélögum. Á sama stað er hægt að panta sæti í rútu hlaupsins, morgunmat í Hrauneyjum og heitan mat í Þórsmörk. Síðasti dagur til að skrá þessar upplýsingar er sunnudagurinn 3. júlí. Eftir þann tíma lokar skráningin.

Notendanafn hlaupara á „mínar síður“ er kennitalan þeirra og lykilorð sem þeir fengu sent í tölvupósti við skráningu í hlaupið. Smellt er á „i“ merkið undir aðgerðir á mínum síðum til að komast í skráningu viðbótarupplýsinga. Hér er hægt að sækja nýtt lykilorð ef það er týnt. Athugið að stundum fer þessi póstur beint í rusl hólfið.

Dagana fram að hlaupi fá hlauparar nánari upplýsingar um veður, færð o.fl. og eru því beðnir að fylgjast vel með tölvupóstinum sínum. Póstarnir koma frá netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  en ráðlagt er að setja það netfang sem tengilið svo þeir skili sér örugglega.

Að lokum er minnt á að allar beiðnir um endurgreiðslu 50% þátttökugjalds og þar með afskráningu úr hlaupinu þurfa að berast fyrir 1.júlí 2016. Sjá nánar um endurgreiðslu hér í skilmálum hlaupsins.

0- MG 6528

Um Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984.  Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.  Á vegum Reykjavíkurmaraþons eru árlega haldin þrjú hlaup: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegurinn - Ultra Maraþon og Miðnæturhlaup Suzuki. Reykjavíkurmaraþon fagnaði 30 ára afmæli árið 2013.